Tíu í haldi og rætt við þúsundir vitna Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. mars 2017 07:00 Fjöldi hefur lagt leið sína að þinghúsinu til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkinu á miðvikudag. vísir/epa Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“