Tíu í haldi og rætt við þúsundir vitna Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. mars 2017 07:00 Fjöldi hefur lagt leið sína að þinghúsinu til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkinu á miðvikudag. vísir/epa Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Breska lögreglan hefur gert húsleit á meira en 20 stöðum, rætt við um 3.500 vitni og handtekið tíu manns í tengslum við rannsókn á árásinni við breska þinghúsið í London á miðvikudag. Hald hefur verið lagt á þúsundir muna, þar á meðal mikið magn af tölvugögnum. Níu hinna handteknu voru enn í haldi lögreglu í gær, en einni konu hafði verið sleppt lausri. Rannsóknin beindist meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hvort hann hafi fengið hvatningu eða aðstoð frá öðrum. Árásarmaðurinn hét Khalid Masood, var fæddur árið 1964 í Kent og sagður hafa alist upp hjá einstæðri móður sinni. Hann hlaut upphaflega nafnið Adrian Russell Ajao, gekk stundum undir nafninu Adrian Russel Elms en tók síðar upp nafnið Khalid Masood, líklega eftir að hann snerist til íslamstrúar. Hann hefur einnig notað önnur nöfn eftir trúskiptin.Khalid Masood.Nordicphotos/AFPElms er ættarnafn móður hans en Ajao er ættarnafn manns sem hún giftist tveimur árum eftir fæðingu Adrians. Sá maður er ættaður frá Afríku en móðirin er í fjölmiðlum sögð hvít á hörund. Á unglingsárum hófst langur afbrotaferill sem stóð í að minnsta kosti tuttugu ár. Hann hlaut ýmsa dóma á tímabilinu frá 1983 til 2003, meðal annars fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Eitt sinn fyrir að hafa stungið mann í andlitið með hníf. Þetta var árið 2000 og þá hlaut hann fangelsisdóm. Hann bjó síðustu misserin í Birmingham ásamt eiginkonu og þremur ungum börnum. Hann er sagður hafa lagt stund á vaxtarrækt og unnið fyrir sér með enskukennslu. Nágrannar hans í Birmingham voru furðu lostnir þegar þeir fréttu hvað hann hafði gert. Þeir sögðu hann hafa verið vingjarnlegan í viðkynningu, en ekki mjög mannblendinn. Sumir sögðu hann þó hafa verið fljótan að skipta skapi og að hann hafi verið strangur við börnin sín. Þeir sem þekktu hann sögðust ekki hafa talið hann sérlega trúaðan. Hann skrapp til dæmis á krána reglulega til að fá sér í glas. Hann hefur áður komið við sögu leyniþjónustunnar í tengslum við rannsókn á ofbeldisverkum öfgamanna. Talið er að hann hafi komist í kynni við íslamska öfgamenn í fangelsinu. Masood ók bifreið á fjölda fólks á Westminster-brúnni við þinghúsið í London með þeim afleiðingum að þrjár manneskjur létu lífið og tugir slösuðust alvarlega. Hann myrti síðan lögreglumann með hníf og féll loks sjálfur fyrir byssuskotum frá lögreglu. Að sögn lögreglunnar í London særðust að minnsta kosti 50 manns. Af þeim þurfti að flytja 31 á sjúkrahús og þrír þeirra voru í gær enn í lífshættu. Nóttina áður gisti Masood á ódýru hóteli í Brighton. Þegar hann kvaddi hótelstarfsfólkið sagðist hann ætla að skreppa til London. Hryðjuverkasamtökin Íslamst ríki sögðu Masood hafa verið einn af „hermönnum“ sínum, en óljóst er hvort samtökin hafi komið nálægt skipulagningu eða undirbúningi árásarinnar í London. Þau hafa hins vegar hvatt fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist á fimmtudag sammála því að rangt sé að kalla árásina í London „íslamskt hryðjuverk“. Hún segir að vísu rétt að tala um íslamista í þessu samhengi, en þarna sé á ferðinni afskræming á íslamstrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira