Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2017 22:08 „Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
„Þetta var ekki fallegt en þetta eru dýrmæt þrjú stig á erfiðum útivelli. Þetta er fínt lið og þeir spila boltanum ágætlega. Þeir eru ekkert með besta liðið en eru ágætir á boltanum. Ef við getum ekki unnið þá hérna höfum við ekkert að gera til Rússlands,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir sigur Íslands á Kósóvó í undankeppni HM í kvöld. Gylfi og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu fyrir íslenska liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu strákarnir okkar undir högg að sækja. „Við fengum á okkur klaufamark í byrjun seinni hálfleiks sem setti óþarfa pressu á okkur. Ef við hefðum haldið út fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik hefði þetta verið allt öðruvísi leikur. Við hefðum getað spilað betur í sókninni í seinni hálfleik og spilað boltanum betur. Við reyndum bara að koma honum upp í hornið síðustu 10 mínúturnar en þetta hafðist sem betur fer,“ sagði Gylfi og bætti því við að það hafi verið pirrandi að spila þennan leik, þar sem spilið gekk illa. „Já, það var lítið spil og boltinn mikið í loftinu. Miðverðirnir þeirra negldu boltanum alltaf fram á stóra framherjann þeirra [Atdhe Nuhiu] og þá varð þetta barátta um seinni boltann. Það varð eiginlega ekkert úr þessum leik en við héldum okkar leikplani ágætlega. Eftir á að hyggja hefðum við átt að spila betri fótbolta en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Swansea-maðurinn kvaðst nokkuð sáttur með varnarleik íslenska liðsins í leiknum í kvöld. „Hann gekk ágætlega en það er erfitt að eiga við svona stóran framherja. Við fengum á okkur klaufamark en fyrir utan það gekk þetta sæmilega. Við gáfum kannski full mikið af fyrirgjöfum og það var óþarfa hætta í teignum okkar,“ sagði Gylfi. Hann segir að sigurinn hafi verið hafi verið afar mikilvægur en með honum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins. „Þetta var mjög mikilvægt. Ef við hefðum tapað þessum hefðum við getað gleymt 1. sætinu. Þetta gerir leikinn gegn Króötum í sumar mjög spennandi. Þetta voru dýrmæt þrjú stig,“ sagði Gylfi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45 Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
Króatía marði Úkraínu | Sjáðu mörkin Króatía vann Úkraínu í hinum leik I-riðilsins sem við Íslendingar erum í, en fyrr í dag unnu Tyrkir Finnland 2-0. 24. mars 2017 21:45
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Twitter yfir landsleiknum: "Þvílík mamma" Íslenska karlalandsliðið vann afar góðan sigur á Kósóvó, en lokatölur urðu 2-1. Leikið var ytra í dag, en leikurinn var liður í undankeppni HM 2018. 24. mars 2017 21:55
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Aron Einar: Þetta var karakterssigur "Þetta voru heldur betur sæt stig. Þetta var vinnsla,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátur eftir sigurinn í kvöld. 24. mars 2017 22:02