Rússlandsstjórn sakar stjórnarandstæðinga um lögbrot og að hvetja til ofbeldis Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2017 10:56 Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu í gær. Vísir/AFP Rússnesk stjórnvöld hafa sakað stjórnarandstæðinga í landinu um að hvetja til lögbrota og ofbeldis. Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu og víðar í gær. Þeim hefur nú flestum verið sleppt eftir að hafa verið gert að greiða sekt. Dmitri Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, segir ljóst að einhverjum ungum mótmælendum hafi heitið endurgreiðslu fjárhæðar, kæmi til þess að þeir fengju sekt fyrir mótmæli sín. Peskov sagði þó að hlustað yrði á skilaboð mótmælenda sem ekki hafi gerst brotlegir við lög. Leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, Alexei Navalny, var í hópi hinna handteknu og var hann leiddur fyrir rétt í morgun. Þar ítrekaði hann spillingarásakanir sínar á hendur forsætisráðherranum Dmitri Medvedev. Mikill fjöldi fólks kom saman í Moskvu, Pétursborg, Vladivostok, Novosibirsk, Tomsk og fleiri borgum á sunnudag til að mótmæla forsætisráðherranum sem þeir saka um spillingu. Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa fordæmt fjöldahandtökurnar og segja mótmælendur hafa fullan rétt til að lýsa yfir óánægju með stjórnvöld með þessum hætti. Í frétt BBC kemur fram að mótmæli gærdagsins séu þau fjölmennustu í landinu frá mótmælunum 2011 og 2012. Navalny hvatti til mótmæla eftir að hann sagði Medvedev eiga glæsihýsi, snekkjur og vínekrur og að opinber laun hans hefðu á engan hátt getað staðið straum af því öllu. Tengdar fréttir Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50 Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa sakað stjórnarandstæðinga í landinu um að hvetja til lögbrota og ofbeldis. Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu og víðar í gær. Þeim hefur nú flestum verið sleppt eftir að hafa verið gert að greiða sekt. Dmitri Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, segir ljóst að einhverjum ungum mótmælendum hafi heitið endurgreiðslu fjárhæðar, kæmi til þess að þeir fengju sekt fyrir mótmæli sín. Peskov sagði þó að hlustað yrði á skilaboð mótmælenda sem ekki hafi gerst brotlegir við lög. Leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, Alexei Navalny, var í hópi hinna handteknu og var hann leiddur fyrir rétt í morgun. Þar ítrekaði hann spillingarásakanir sínar á hendur forsætisráðherranum Dmitri Medvedev. Mikill fjöldi fólks kom saman í Moskvu, Pétursborg, Vladivostok, Novosibirsk, Tomsk og fleiri borgum á sunnudag til að mótmæla forsætisráðherranum sem þeir saka um spillingu. Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa fordæmt fjöldahandtökurnar og segja mótmælendur hafa fullan rétt til að lýsa yfir óánægju með stjórnvöld með þessum hætti. Í frétt BBC kemur fram að mótmæli gærdagsins séu þau fjölmennustu í landinu frá mótmælunum 2011 og 2012. Navalny hvatti til mótmæla eftir að hann sagði Medvedev eiga glæsihýsi, snekkjur og vínekrur og að opinber laun hans hefðu á engan hátt getað staðið straum af því öllu.
Tengdar fréttir Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50 Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50
Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent