Arsenal komst auðveldlega áfram í undanúrslit enska bikarsins í dag þegar liðið vann Loncoln, en fyrir leikinn munaði 87 sætum á liðunum í ensku deildarkeppninni.
Theo Walcott kom Arsenal á bragðið á 45. mínútu og það tók heimamenn frekar langan tíma að opna markareikninginn.
Staðan í hálfleik var 1-0 en í þeim síðari var bara eitt lið á vellinum. Þá skoraði Arsenal fjögur mörk.
Þar voru að verki Olivier Giroud, Alexis Sanchez og Aaron Ramsey. Síðan varð Luke Waterfall fyrir því óláni að gera sjálfsmark. 5-0 sigur Arsenal staðreynda.
Arsenal rúllaði yfir Lincoln
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

