Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 13:25 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116%. Þá kom fram í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok janúar að uppbyggingaráform allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki gengið eftir. Mikil umframeftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum í borginni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs sagði í fréttum Stöðvar 2 gær að raunhæf leið til að örva framboð á litlum og meðalstórum íbúðum strax væri að banna Airbnb á ákveðnum svæðum. „Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ sagði Ármann. Sveitarfélög geta takmarkað útleigu innan sinna sveitarfélagsmarka. Þannig gæti sveitarfélag ákveðið slíkt með samþykktum. Á síðasta ári voru takmarkanir á útleigu með Airbnb samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps og gildir bannið í Vík í Mýrdal og nágrenni. Víða um heim hafa borgir og sveitarfélög takmarkað útleigu Airbnb en þekktasta dæmið úr álfunni er líklega Berlín. Frá og með maí á síðasta ári gátu eigendur íbúða í Berlín ekki leigt þær út á Airbnb nema hafa sérstakt leyfi líkt og gistiheimili eða hótel. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar telur boð og bönn ekki réttu leiðina í þessum efnum. „Mér er nú aldrei vel við að banna hlutina. Ég held að það sé vænlegra að reyna að auka framboð af lóðum og hvetja aðila til að byggja. Ég get bara nefnt sem dæmi að hér hjá okkur í Garðabænum að þá höfum við haft um þúsund íbúðir í pípunum. Það er hvergi meiri fjölgun á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ milli áranna 2015 og 2016. Við sjáum það í ársreikningi að fjölgunin er um 600 íbúar milli ára. Það eru um 40 prósent af nýjum íbúðum sem seljast á árinu 2016 í Garðabæ,“ segir Gunnar. Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bann við Aribnb sé eitt af því sem þurfi að skoða. „Við þurfum að skoða þessi mál í heild sinni. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða þótt ég sé ekki fyrir svona boð og bönn. Ég held að það þurfi líka að stöðva þessa miklu spákaupmennsku sem er í fasteigna- og íbúðakaupum í dag. Til dæmis lífeyrissjóðir, sem eru aðilar að fasteignafélögum, þeir ættu að taka sig saman um að hætta að setja peninga í leigufélög til að kaupa upp íbúðir. Þetta er skaðvaldur fyrir unga fólkið,“ segir Haraldur. Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaganna í húsnæðismálum. Gunnar Einarsson segir að það þurfi að útskýra hver markmið slíkrar stefnu væru. „Það hefur oft verið tala um samræmingu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en svo þegar komið er heim í hérað gerast hlutirnir bara þar. Það getur verið erfitt að ná einhverri heildarstefnu þarna. Við erum með svæðisskipulag og þar erum við að leggja línurnar fyrir vaxtasvæði. Það er kannski slík samræming sem er raunhæf. Að menn fari sameiginlega af stað að byggja þar sem svæðisskipulagið mælir fyrir um. Til þess að þetta byggð, ýta undir almenningssamgöngur og þess háttar,“ segir Gunnar. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116%. Þá kom fram í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok janúar að uppbyggingaráform allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki gengið eftir. Mikil umframeftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum í borginni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs sagði í fréttum Stöðvar 2 gær að raunhæf leið til að örva framboð á litlum og meðalstórum íbúðum strax væri að banna Airbnb á ákveðnum svæðum. „Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ sagði Ármann. Sveitarfélög geta takmarkað útleigu innan sinna sveitarfélagsmarka. Þannig gæti sveitarfélag ákveðið slíkt með samþykktum. Á síðasta ári voru takmarkanir á útleigu með Airbnb samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps og gildir bannið í Vík í Mýrdal og nágrenni. Víða um heim hafa borgir og sveitarfélög takmarkað útleigu Airbnb en þekktasta dæmið úr álfunni er líklega Berlín. Frá og með maí á síðasta ári gátu eigendur íbúða í Berlín ekki leigt þær út á Airbnb nema hafa sérstakt leyfi líkt og gistiheimili eða hótel. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar telur boð og bönn ekki réttu leiðina í þessum efnum. „Mér er nú aldrei vel við að banna hlutina. Ég held að það sé vænlegra að reyna að auka framboð af lóðum og hvetja aðila til að byggja. Ég get bara nefnt sem dæmi að hér hjá okkur í Garðabænum að þá höfum við haft um þúsund íbúðir í pípunum. Það er hvergi meiri fjölgun á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ milli áranna 2015 og 2016. Við sjáum það í ársreikningi að fjölgunin er um 600 íbúar milli ára. Það eru um 40 prósent af nýjum íbúðum sem seljast á árinu 2016 í Garðabæ,“ segir Gunnar. Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bann við Aribnb sé eitt af því sem þurfi að skoða. „Við þurfum að skoða þessi mál í heild sinni. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða þótt ég sé ekki fyrir svona boð og bönn. Ég held að það þurfi líka að stöðva þessa miklu spákaupmennsku sem er í fasteigna- og íbúðakaupum í dag. Til dæmis lífeyrissjóðir, sem eru aðilar að fasteignafélögum, þeir ættu að taka sig saman um að hætta að setja peninga í leigufélög til að kaupa upp íbúðir. Þetta er skaðvaldur fyrir unga fólkið,“ segir Haraldur. Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaganna í húsnæðismálum. Gunnar Einarsson segir að það þurfi að útskýra hver markmið slíkrar stefnu væru. „Það hefur oft verið tala um samræmingu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en svo þegar komið er heim í hérað gerast hlutirnir bara þar. Það getur verið erfitt að ná einhverri heildarstefnu þarna. Við erum með svæðisskipulag og þar erum við að leggja línurnar fyrir vaxtasvæði. Það er kannski slík samræming sem er raunhæf. Að menn fari sameiginlega af stað að byggja þar sem svæðisskipulagið mælir fyrir um. Til þess að þetta byggð, ýta undir almenningssamgöngur og þess háttar,“ segir Gunnar.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira