Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 13:25 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116%. Þá kom fram í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok janúar að uppbyggingaráform allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki gengið eftir. Mikil umframeftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum í borginni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs sagði í fréttum Stöðvar 2 gær að raunhæf leið til að örva framboð á litlum og meðalstórum íbúðum strax væri að banna Airbnb á ákveðnum svæðum. „Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ sagði Ármann. Sveitarfélög geta takmarkað útleigu innan sinna sveitarfélagsmarka. Þannig gæti sveitarfélag ákveðið slíkt með samþykktum. Á síðasta ári voru takmarkanir á útleigu með Airbnb samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps og gildir bannið í Vík í Mýrdal og nágrenni. Víða um heim hafa borgir og sveitarfélög takmarkað útleigu Airbnb en þekktasta dæmið úr álfunni er líklega Berlín. Frá og með maí á síðasta ári gátu eigendur íbúða í Berlín ekki leigt þær út á Airbnb nema hafa sérstakt leyfi líkt og gistiheimili eða hótel. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar telur boð og bönn ekki réttu leiðina í þessum efnum. „Mér er nú aldrei vel við að banna hlutina. Ég held að það sé vænlegra að reyna að auka framboð af lóðum og hvetja aðila til að byggja. Ég get bara nefnt sem dæmi að hér hjá okkur í Garðabænum að þá höfum við haft um þúsund íbúðir í pípunum. Það er hvergi meiri fjölgun á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ milli áranna 2015 og 2016. Við sjáum það í ársreikningi að fjölgunin er um 600 íbúar milli ára. Það eru um 40 prósent af nýjum íbúðum sem seljast á árinu 2016 í Garðabæ,“ segir Gunnar. Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bann við Aribnb sé eitt af því sem þurfi að skoða. „Við þurfum að skoða þessi mál í heild sinni. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða þótt ég sé ekki fyrir svona boð og bönn. Ég held að það þurfi líka að stöðva þessa miklu spákaupmennsku sem er í fasteigna- og íbúðakaupum í dag. Til dæmis lífeyrissjóðir, sem eru aðilar að fasteignafélögum, þeir ættu að taka sig saman um að hætta að setja peninga í leigufélög til að kaupa upp íbúðir. Þetta er skaðvaldur fyrir unga fólkið,“ segir Haraldur. Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaganna í húsnæðismálum. Gunnar Einarsson segir að það þurfi að útskýra hver markmið slíkrar stefnu væru. „Það hefur oft verið tala um samræmingu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en svo þegar komið er heim í hérað gerast hlutirnir bara þar. Það getur verið erfitt að ná einhverri heildarstefnu þarna. Við erum með svæðisskipulag og þar erum við að leggja línurnar fyrir vaxtasvæði. Það er kannski slík samræming sem er raunhæf. Að menn fari sameiginlega af stað að byggja þar sem svæðisskipulagið mælir fyrir um. Til þess að þetta byggð, ýta undir almenningssamgöngur og þess háttar,“ segir Gunnar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116%. Þá kom fram í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok janúar að uppbyggingaráform allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki gengið eftir. Mikil umframeftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum í borginni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs sagði í fréttum Stöðvar 2 gær að raunhæf leið til að örva framboð á litlum og meðalstórum íbúðum strax væri að banna Airbnb á ákveðnum svæðum. „Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ sagði Ármann. Sveitarfélög geta takmarkað útleigu innan sinna sveitarfélagsmarka. Þannig gæti sveitarfélag ákveðið slíkt með samþykktum. Á síðasta ári voru takmarkanir á útleigu með Airbnb samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps og gildir bannið í Vík í Mýrdal og nágrenni. Víða um heim hafa borgir og sveitarfélög takmarkað útleigu Airbnb en þekktasta dæmið úr álfunni er líklega Berlín. Frá og með maí á síðasta ári gátu eigendur íbúða í Berlín ekki leigt þær út á Airbnb nema hafa sérstakt leyfi líkt og gistiheimili eða hótel. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar telur boð og bönn ekki réttu leiðina í þessum efnum. „Mér er nú aldrei vel við að banna hlutina. Ég held að það sé vænlegra að reyna að auka framboð af lóðum og hvetja aðila til að byggja. Ég get bara nefnt sem dæmi að hér hjá okkur í Garðabænum að þá höfum við haft um þúsund íbúðir í pípunum. Það er hvergi meiri fjölgun á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ milli áranna 2015 og 2016. Við sjáum það í ársreikningi að fjölgunin er um 600 íbúar milli ára. Það eru um 40 prósent af nýjum íbúðum sem seljast á árinu 2016 í Garðabæ,“ segir Gunnar. Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bann við Aribnb sé eitt af því sem þurfi að skoða. „Við þurfum að skoða þessi mál í heild sinni. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða þótt ég sé ekki fyrir svona boð og bönn. Ég held að það þurfi líka að stöðva þessa miklu spákaupmennsku sem er í fasteigna- og íbúðakaupum í dag. Til dæmis lífeyrissjóðir, sem eru aðilar að fasteignafélögum, þeir ættu að taka sig saman um að hætta að setja peninga í leigufélög til að kaupa upp íbúðir. Þetta er skaðvaldur fyrir unga fólkið,“ segir Haraldur. Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaganna í húsnæðismálum. Gunnar Einarsson segir að það þurfi að útskýra hver markmið slíkrar stefnu væru. „Það hefur oft verið tala um samræmingu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en svo þegar komið er heim í hérað gerast hlutirnir bara þar. Það getur verið erfitt að ná einhverri heildarstefnu þarna. Við erum með svæðisskipulag og þar erum við að leggja línurnar fyrir vaxtasvæði. Það er kannski slík samræming sem er raunhæf. Að menn fari sameiginlega af stað að byggja þar sem svæðisskipulagið mælir fyrir um. Til þess að þetta byggð, ýta undir almenningssamgöngur og þess háttar,“ segir Gunnar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira