Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2017 15:09 Donald Trump valdi Scott Pruitt, afneitara loftslagsvísinda, til að stjórna Umhverfisstofnun Bandaríkjanna. Vísir/Getty Beinn sími forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) hefur ekki hætt að hringja eftir að hann dró í efa vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni. Starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að slíkur fjöldi símtala hafi borist á föstudag að setja hafi þurft upp bráðabirgðasímsvörunarmiðstöð. Skipan Scott Pruitt sem forstjóri Umhverfisstofnunarinnar var umdeild þar sem hann hefur lengi dregið í efa að menn beri ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna um það. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis tók Pruitt jafnframt þátt í fjölda mála gegn EPA til að hnekkja reglum sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Ég tel að það sé mjög erfitt að mæla með nákvæmni [áhrif] gjörða manna á loftslagið og það eru gríðarlega deildar meiningar um hversu mikil þau áhrif eru, svo nei, ég er ekki sammála því að þær séu aðalorsakavaldur þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við sjáum,“ sagði Pruitt í viðtali við MSNBC á fimmtudag.Fáheyrt að svo margir kvarti í forstjóra ríkisstofnunarUmmælin vöktu harða gagnrýni vísindamanna og fyrrverandi forstjóra EPA enda eru þau í engu samræmi við veruleikann, svo ekki sé minnst á upplýsingar sem koma fram á vefsíðu stofnunarinnar sjálfrar eins og kemur fram í frétt Washington Post. Eftir að Pruitt lét ummælin falla hefur símtölunum til EPA rignt inn. Talskona stofnunarinnar segir við bandaríska blaðið að hún hafi skráð um þrjú hundruð símtöl og tölvupósta. Washington Post segir ekki óalgengt að kjósendur hafi samband við þingmenn til þess að lýsa óánægju sinni sé fáheyrt að kvartanir beinist að forstjóra ríkisstofnunar í þessum mæli. Bandaríska Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) greindi frá því á föstudag að hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar á síðasta ári hafi jafnað met sem sett var árið áður. Aukningin er fordæmalaus í sögu beinna mælinga af þessu tagi. Síðustu tvö ára hafa sömuleiðis verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld. Tengdar fréttir Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Beinn sími forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) hefur ekki hætt að hringja eftir að hann dró í efa vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni. Starfsmenn stofnunarinnar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja að slíkur fjöldi símtala hafi borist á föstudag að setja hafi þurft upp bráðabirgðasímsvörunarmiðstöð. Skipan Scott Pruitt sem forstjóri Umhverfisstofnunarinnar var umdeild þar sem hann hefur lengi dregið í efa að menn beri ábyrgð á þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni þrátt fyrir samhljóða álit vísindamanna um það. Sem dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis tók Pruitt jafnframt þátt í fjölda mála gegn EPA til að hnekkja reglum sem ætlað var að draga úr losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum. „Ég tel að það sé mjög erfitt að mæla með nákvæmni [áhrif] gjörða manna á loftslagið og það eru gríðarlega deildar meiningar um hversu mikil þau áhrif eru, svo nei, ég er ekki sammála því að þær séu aðalorsakavaldur þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við sjáum,“ sagði Pruitt í viðtali við MSNBC á fimmtudag.Fáheyrt að svo margir kvarti í forstjóra ríkisstofnunarUmmælin vöktu harða gagnrýni vísindamanna og fyrrverandi forstjóra EPA enda eru þau í engu samræmi við veruleikann, svo ekki sé minnst á upplýsingar sem koma fram á vefsíðu stofnunarinnar sjálfrar eins og kemur fram í frétt Washington Post. Eftir að Pruitt lét ummælin falla hefur símtölunum til EPA rignt inn. Talskona stofnunarinnar segir við bandaríska blaðið að hún hafi skráð um þrjú hundruð símtöl og tölvupósta. Washington Post segir ekki óalgengt að kjósendur hafi samband við þingmenn til þess að lýsa óánægju sinni sé fáheyrt að kvartanir beinist að forstjóra ríkisstofnunar í þessum mæli. Bandaríska Haf- og loftslagsstofnunin (NOAA) greindi frá því á föstudag að hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar á síðasta ári hafi jafnað met sem sett var árið áður. Aukningin er fordæmalaus í sögu beinna mælinga af þessu tagi. Síðustu tvö ára hafa sömuleiðis verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld.
Tengdar fréttir Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30