Innlent

Silfra opnuð á ný

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Silfra laðar að þúsundir ferðamanna sem sækja Ísland heim.
Silfra laðar að þúsundir ferðamanna sem sækja Ísland heim. mynd/vísir
Tilkynning hefur borist frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þess efnis að lokun Silfru hafi verið aflétt.

Silfru var lokað á föstudaginn var í kjölfar andláts ferðamanns sem var við yfirborðsköfun í gjánni.

Sjá einnig: Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samgöngustofa funduðu í kjölfar banaslyssins. Þar voru fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgariðnum hert og öryggiskröfur auknar.

Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að fulltrúum köfunarfyrirtækja hafi þegar verið kynnt fyrirmælin og um þau hafi náðst samstaða.

Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu breytingarnar sem fólgnar eru í nýju fyrirmælunum séu fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröfur til þeirra sem hyggjast kafa eða yfirborðskafa. Þessar kröfur lúta meðal annars að þurrbúningaréttindum kafara, staðfestingu á hæfni, heilbrigðiskröfum kafara og aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.

Þá verður köfun í blautbúningum óheimil.

Slysið á föstudaginn var fimmta banvæna slysið í Silfru síðan 2010. Síðasta banaslys átti sér stað í febrúar en í kjölfar þess boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í gjánni yrðu hertar.

Silfra er afar vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim en á síðasta ári köfuðu um fimmtíu þúsund manns í gjánni.


Tengdar fréttir

Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun

Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×