Erdogan sýnir klærnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. mars 2017 08:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, flytur ræðu um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar á fundi í Frakklandi á sunnudag. vísir/epa Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17