Erdogan sýnir klærnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. mars 2017 08:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, flytur ræðu um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar á fundi í Frakklandi á sunnudag. vísir/epa Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Tyrknesk stjórnvöld hafa brugðist illa við því að tyrkneskum ráðherrum hefur verið meinað að halda kosningafundi í Hollandi, og reyndar einnig í Danmörku og Þýskalandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað Holland miðstöð fasismans í Evrópu og líkir hollensku stjórninni við þýska nasista. Þá hefur Ömer Celik, Evrópumálaráðherra tyrknesku stjórnarinnar, hótað Hollendingum refsiaðgerðum. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Johannes Hahn stækkunarstjóri skora á Tyrki að gæta orða sinna og forðast ýkt viðbrögð. Um miðjan næsta mánuð hyggst Erdogan efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Breytingarnar eiga að tryggja forseta landsins, og þar með Erdogan sjálfum, stóraukin völd á kostnað þings og ríkisstjórnar. Jafnframt verður honum gert kleift að sitja sem forseti allt til ársins 2029, en það ár verður hann 75 ára gamall. Erdogan og félagar hans í Réttlætis- og þróunarflokknum standa því í ströngu þessa dagana við að afla stjórnlagafrumvarpinu stuðnings meðal þjóðarinnar. Liður í þeirri kosningabaráttu er að senda Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra og fleiri erindreka til nokkurra Evrópulanda að ræða þar við tyrkneska íbúa þeirra um ágæti breyttrar stjórnskipunar. Í Vestur-Evrópu búa líklega hátt í tíu milljón Tyrkir. Flestir þeirra eru í Þýskalandi eða fjórar milljónir og í Frakklandi eru þeir hátt í ein milljón talsins. Margir þeirra hafa atkvæðisrétt í Tyrklandi og því er Erdogan mikið í mun að ná í atkvæði þeirra. Þau atkvæði gætu hæglega ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum er engan veginn víst að breytingarnar verði samþykktar. Erdogan tókst ekki að afla breytingum nægilega mikils meirihluta á þingi, aukins meirihluta, til að sleppa við að bera þær undir þjóðina. Það yrði töluvert áfall fyrir hann hafni þjóðin breytingunum og því er kannski ekki að undra að hann hafi brugðist ókvæða við þegar hollensk stjórnvöld komu í veg fyrir að tveir ráðherrar hans gætu náð í einhver atkvæði meðal Tyrkja búsettra í Hollandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46
Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði um helgina Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. 13. mars 2017 08:17