Yfir hundrað heimilisofbeldismál á borð lögreglu frá áramótum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. mars 2017 20:30 112 heimilisofbeldismál eru komin á borð lögreglu frá áramótum. Lögreglustjóri segir allt kapp lagt á málaflokkinn og að lögregla geri allt sem í hennar valdi standi til að sporna gegn heimilisofbeldi. Íslenskur karlmaður var handtekinn í Texas á fimmtudag í síðustu viku grunaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við sambýliskonu mannsins sem segir að hann hafi einnig beitt sig ofbeldi. Sú var í sambandi með honum í 17 ár og segir hann margoft hafa gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra. Heimilisofbeldi eru algeng brot hér á landi og eru 112 mál komin á borð lögreglu það sem af er ári. Heimilisofbeldismál hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 232 árið 2012, 258 árið 2013 og 294 árið 2014. Árið 2015 voru málin hins vegar orðin 642 og árið 2016 voru þau 647. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, segir að ofbeldi sem slíkt hafi í raun ekki aukist. „Við teljum að skýringin sé tvíþætt, annars vegar breytt skráning hjá okkur og hins vegar fleiri mál sem eru tilkynnt til okkar Í 74 % heimilisofbeldismála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráðar líkamsárásir, í 5 % málanna hefur kyrkingartaki verið beitt og í 10 % mála eru skráð einhverskonar vopn svo sem hnífar, kústsköft, kertastjakar og skæri. Þá eru karlar gerendur í 82 % tilfellanna og í 57% þeirra eru börn skráð á heimili. Sigríður segir að áður hafi verið algengara að málin væru felld niður. „Bæði út af sönnunarstöðu og líka út af tímapunktinum, hvenær lögreglan var að vinna þessi mál því núna förum við inn strax og útkallið kemur og reynum að rannsaka eins mikið og hægt er strax á staðnum. Passa að þolandi leiti læknis, að hann fái stuðning og síðan eru teknar ákvarðanir, jafnvel um nálgunarbann eða brottvísun af heimili í alvarlegustu málunum. Þessi tegund ofbeldis er mjög skaðleg, eins og raunar allt ofbeldi, og við höfum gefið þau skýru skilaboð að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn þessu.“ Tengdar fréttir Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
112 heimilisofbeldismál eru komin á borð lögreglu frá áramótum. Lögreglustjóri segir allt kapp lagt á málaflokkinn og að lögregla geri allt sem í hennar valdi standi til að sporna gegn heimilisofbeldi. Íslenskur karlmaður var handtekinn í Texas á fimmtudag í síðustu viku grunaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við sambýliskonu mannsins sem segir að hann hafi einnig beitt sig ofbeldi. Sú var í sambandi með honum í 17 ár og segir hann margoft hafa gengið í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra. Heimilisofbeldi eru algeng brot hér á landi og eru 112 mál komin á borð lögreglu það sem af er ári. Heimilisofbeldismál hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru 232 árið 2012, 258 árið 2013 og 294 árið 2014. Árið 2015 voru málin hins vegar orðin 642 og árið 2016 voru þau 647. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, segir að ofbeldi sem slíkt hafi í raun ekki aukist. „Við teljum að skýringin sé tvíþætt, annars vegar breytt skráning hjá okkur og hins vegar fleiri mál sem eru tilkynnt til okkar Í 74 % heimilisofbeldismála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráðar líkamsárásir, í 5 % málanna hefur kyrkingartaki verið beitt og í 10 % mála eru skráð einhverskonar vopn svo sem hnífar, kústsköft, kertastjakar og skæri. Þá eru karlar gerendur í 82 % tilfellanna og í 57% þeirra eru börn skráð á heimili. Sigríður segir að áður hafi verið algengara að málin væru felld niður. „Bæði út af sönnunarstöðu og líka út af tímapunktinum, hvenær lögreglan var að vinna þessi mál því núna förum við inn strax og útkallið kemur og reynum að rannsaka eins mikið og hægt er strax á staðnum. Passa að þolandi leiti læknis, að hann fái stuðning og síðan eru teknar ákvarðanir, jafnvel um nálgunarbann eða brottvísun af heimili í alvarlegustu málunum. Þessi tegund ofbeldis er mjög skaðleg, eins og raunar allt ofbeldi, og við höfum gefið þau skýru skilaboð að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn þessu.“
Tengdar fréttir Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Íslendingurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. 14. mars 2017 23:15
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38