Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 21:50 Grindavíkurvegur er víða illa farinn og þarf að ráðast í miklar úrbætur á honum. otti sigmarsson Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra,í morgun hafi verið góðir. Hún hafi skynjað mikinn vilja hjá ráðherrunum til þess að ráðast í úrbætur í veginum þó ekki hafi fengist nákvæm svör varðandi það hvað verði gert. Ítarlega hefur verið fjallað um slæmt ástand Grindavíkurvegar síðustu misserin en tvö banaslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Þá hafa níutíu önnur umferðarslys á seinustu árum aukið óöryggi vegfarenda sem aka Grindavíkurveg auk þess sem umferð um veginn hefur aukist um allt að 60 prósent frá árinu 2010. Margoft hefur verið krafist úrbóta á veginum. Í liðinni viku fundaði samráðshópurinn með Vegagerðinni og nú var komið að ráðherrunum. Kristín María Birgisdóttir.„Við finnum alveg meðbyr með þessu þó svo að við höfum ekki fengið skýr svör um að þetta verði svona og svona þar sem það á eftir að afgreiða þetta en samgönguráðherra sagði til að mynda að hann teldi mjög líklegt að vegurinn fari inn á samgönguáætlun en hann er ekki inni á áætluninni núna,“ segir Kristín María í samtali við Vísi. Hún segir að það liggi þó fyrir að ekki verði farið í stórar framkvæmdir strax á borð við það að tvöfalda veginn eða lýsa hann upp. Hins vegar sé vilji til að bregðast við með einhverjum hætti og Grindavíkurvegur sé til að mynda í minnisblaði ríkisstjórnarinnar yfir vegi þar sem bregðast þurfi við. „Það verður brugðist við með einhverjum hætti og vonandi á þessu ári. Þó að það sé ekki verið að fara í einhverjar brjálæðislegar framkvæmdir þá erum við að tala um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða á veginum því hraðinn hefur líka áhrif,“ segir Kristín og bætir við: „Það er mikill velvilji en við fundum það líka að ráðherrarnir fara mjög varlega í það að gefa einhver loforð sem þeir þurfa síðan kannski að svíkja,“ segir Kristín sem fjallar ítarlega um fundina tvo í færslu á heimasíðu Lista Grindvíkinga. Hún segist vilja upplýsa Grindvíkinga sem best um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg því hún finni að málið liggi þungt á mörgum í bænum. „Fólk veigrar sér við því að keyra veginn og fara ekki helst nema að nauðsyn krefji, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Kristín. Nánar má lesa um fundi samráðshópsins með ráðherrunum tveimur hér. Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra,í morgun hafi verið góðir. Hún hafi skynjað mikinn vilja hjá ráðherrunum til þess að ráðast í úrbætur í veginum þó ekki hafi fengist nákvæm svör varðandi það hvað verði gert. Ítarlega hefur verið fjallað um slæmt ástand Grindavíkurvegar síðustu misserin en tvö banaslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Þá hafa níutíu önnur umferðarslys á seinustu árum aukið óöryggi vegfarenda sem aka Grindavíkurveg auk þess sem umferð um veginn hefur aukist um allt að 60 prósent frá árinu 2010. Margoft hefur verið krafist úrbóta á veginum. Í liðinni viku fundaði samráðshópurinn með Vegagerðinni og nú var komið að ráðherrunum. Kristín María Birgisdóttir.„Við finnum alveg meðbyr með þessu þó svo að við höfum ekki fengið skýr svör um að þetta verði svona og svona þar sem það á eftir að afgreiða þetta en samgönguráðherra sagði til að mynda að hann teldi mjög líklegt að vegurinn fari inn á samgönguáætlun en hann er ekki inni á áætluninni núna,“ segir Kristín María í samtali við Vísi. Hún segir að það liggi þó fyrir að ekki verði farið í stórar framkvæmdir strax á borð við það að tvöfalda veginn eða lýsa hann upp. Hins vegar sé vilji til að bregðast við með einhverjum hætti og Grindavíkurvegur sé til að mynda í minnisblaði ríkisstjórnarinnar yfir vegi þar sem bregðast þurfi við. „Það verður brugðist við með einhverjum hætti og vonandi á þessu ári. Þó að það sé ekki verið að fara í einhverjar brjálæðislegar framkvæmdir þá erum við að tala um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða á veginum því hraðinn hefur líka áhrif,“ segir Kristín og bætir við: „Það er mikill velvilji en við fundum það líka að ráðherrarnir fara mjög varlega í það að gefa einhver loforð sem þeir þurfa síðan kannski að svíkja,“ segir Kristín sem fjallar ítarlega um fundina tvo í færslu á heimasíðu Lista Grindvíkinga. Hún segist vilja upplýsa Grindvíkinga sem best um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg því hún finni að málið liggi þungt á mörgum í bænum. „Fólk veigrar sér við því að keyra veginn og fara ekki helst nema að nauðsyn krefji, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Kristín. Nánar má lesa um fundi samráðshópsins með ráðherrunum tveimur hér.
Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15
Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00
Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30