Sessions mun stíga til hliðar „þegar það er við hæfi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2017 13:41 Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45
Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36
Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00
Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35
CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00