Fjóla beðin afsökunar eftir að hafa þurft að þola ósmekkleg ummæli Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2017 20:15 „Ég ætla að leyfa mér að vera svo djörf að trúa því að öll sú vinna og metnaður sem ég legg í verkefni mín sé það sem skilar velgengni,“ segir Fjóla Kristín. Þormar Vignir Gunnarsson „Ég er búin að fá mikil viðbrögð við þessu,“ segir söngkonan Fjóla Kristín Nikulásdóttir um skrif sem hún birtir á Facebook þar sem hún greinir frá ósmekklegum athugasemdum sem hún hefur orðið fyrir af hendi karla í tónlistarbransanum eftir að hafa skipt um starf. Eftir að hún greindi frá þessu hefur einn þeirra haft samband og beðið hana afsökunar. Fjóla stjórnar Hljómfélaginu, blönduðum kór, og tók nýverið tímabundið við kór Flensborgarskólans. Á því vikutímabili sem hún skipti um vinnu var hún til dæmis spurð af einum karlkyns kollega hennar: „Ertu að hætta hjá okkur? Á hvað á ég þá að horfa?“ Annar sagði ekkert mál fyrir hana að safna strákum í kórinn því hún sé svo sæt. „Karlakórar virðast hljóma best þegar fagrar ljóskur stjórna,“ var einnig sagt við hana og þá sagði annar í hennar viðurvist: „Þú átt ekkert að vera að djöflast þetta í karlakórum, farðu frekar í kórinn til þessarar fallegu konu. Þá hefur þú allavega eitthvað að horfa á á æfingum.“„Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út,“ segir Fjóla Kristín.Vísir/Vilhelm GunnarssonReyna að skrifa velgengni á útlit hennar Fjóla tekur fram í skrifum sínum að svo virðist vera að þegar henni gengur vel séu fyrstu viðbrögð karla í kringum hana að útskýra það með útliti hennar og hárlit. „Ég ætla að leyfa mér að vera svo djörf að trúa því að öll sú vinna og metnaður sem ég legg í verkefni mín sé það sem skilar velgengni, alveg eins og það gerir hjá þeim.“ Hún segir þessar athugasemdir alls ekki bundnar við vinnustað en þær hafi komið frá tónlistarmönnum. Eftir að Fjóla birti þetta á Facebook kannaðist einn við ummæli frá sér og hafði samband við Fjólu til að biðjast afsökunar. „Hann sá að sér og viðurkenndi að þetta væri ósmekklegt og að það væri sorglegt að þetta viðgangist. Hann ætlaði framvegis að passa sig og vanda sig,“ segir Fjóla.Ekki sagt í einhverri illgirni Hún tekur fram að ekkert af þess var sagt í einhverri illgirni. „Þetta er eitthvað sem viðgengst að segja og kasta fram í vinalegu spjalli. Maður tekur varla eftir þessu því þetta er svo algengt.“ Fjóla segist vera langt því eina manneskjan sem lendir í þessu. Um daginn átti hún samtal við þrjár vinkonur sínar, sem allar eru söngkonur, á kaffihúsi og kom þá í ljós að þær höfðu allar lent í þessu. „Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út. Við erum á einhverju ferðalagi en erum ekki komin á leiðarenda.“Stakk niður penna eftir að hafa hlustað á Harmageddon Hún segir þessi ummæli hafa setið í sér lengi en eftir að hafa hlustað á Frosta Logason ræða um stöðu kvenna innan tónlistarbransann gat hún ekki orða bundist. „Orðræðan er stundum einkennileg og það er bara ömurlegt að heyra fullorðið fólk segja í útvarpi að kona geti ekki náð góðum árangri nema með aðstoð karla, tjah eða að þær séu of miklir ræflar til að geta spilað á trommur,“ segir Fjóla í pistli sínum á Facebook sem má lesa hér fyrir neðan: Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Ég er búin að fá mikil viðbrögð við þessu,“ segir söngkonan Fjóla Kristín Nikulásdóttir um skrif sem hún birtir á Facebook þar sem hún greinir frá ósmekklegum athugasemdum sem hún hefur orðið fyrir af hendi karla í tónlistarbransanum eftir að hafa skipt um starf. Eftir að hún greindi frá þessu hefur einn þeirra haft samband og beðið hana afsökunar. Fjóla stjórnar Hljómfélaginu, blönduðum kór, og tók nýverið tímabundið við kór Flensborgarskólans. Á því vikutímabili sem hún skipti um vinnu var hún til dæmis spurð af einum karlkyns kollega hennar: „Ertu að hætta hjá okkur? Á hvað á ég þá að horfa?“ Annar sagði ekkert mál fyrir hana að safna strákum í kórinn því hún sé svo sæt. „Karlakórar virðast hljóma best þegar fagrar ljóskur stjórna,“ var einnig sagt við hana og þá sagði annar í hennar viðurvist: „Þú átt ekkert að vera að djöflast þetta í karlakórum, farðu frekar í kórinn til þessarar fallegu konu. Þá hefur þú allavega eitthvað að horfa á á æfingum.“„Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út,“ segir Fjóla Kristín.Vísir/Vilhelm GunnarssonReyna að skrifa velgengni á útlit hennar Fjóla tekur fram í skrifum sínum að svo virðist vera að þegar henni gengur vel séu fyrstu viðbrögð karla í kringum hana að útskýra það með útliti hennar og hárlit. „Ég ætla að leyfa mér að vera svo djörf að trúa því að öll sú vinna og metnaður sem ég legg í verkefni mín sé það sem skilar velgengni, alveg eins og það gerir hjá þeim.“ Hún segir þessar athugasemdir alls ekki bundnar við vinnustað en þær hafi komið frá tónlistarmönnum. Eftir að Fjóla birti þetta á Facebook kannaðist einn við ummæli frá sér og hafði samband við Fjólu til að biðjast afsökunar. „Hann sá að sér og viðurkenndi að þetta væri ósmekklegt og að það væri sorglegt að þetta viðgangist. Hann ætlaði framvegis að passa sig og vanda sig,“ segir Fjóla.Ekki sagt í einhverri illgirni Hún tekur fram að ekkert af þess var sagt í einhverri illgirni. „Þetta er eitthvað sem viðgengst að segja og kasta fram í vinalegu spjalli. Maður tekur varla eftir þessu því þetta er svo algengt.“ Fjóla segist vera langt því eina manneskjan sem lendir í þessu. Um daginn átti hún samtal við þrjár vinkonur sínar, sem allar eru söngkonur, á kaffihúsi og kom þá í ljós að þær höfðu allar lent í þessu. „Þetta er kúltúr sem hefur fengið að lifa of lengi og er vonandi að deyja út. Við erum á einhverju ferðalagi en erum ekki komin á leiðarenda.“Stakk niður penna eftir að hafa hlustað á Harmageddon Hún segir þessi ummæli hafa setið í sér lengi en eftir að hafa hlustað á Frosta Logason ræða um stöðu kvenna innan tónlistarbransann gat hún ekki orða bundist. „Orðræðan er stundum einkennileg og það er bara ömurlegt að heyra fullorðið fólk segja í útvarpi að kona geti ekki náð góðum árangri nema með aðstoð karla, tjah eða að þær séu of miklir ræflar til að geta spilað á trommur,“ segir Fjóla í pistli sínum á Facebook sem má lesa hér fyrir neðan:
Tengdar fréttir KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31 Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
KÍTÓN gefur frá sér yfirlýsingu um ummæli Frosta: Hildur hvött áfram af Páli Óskari og Helgu Brögu KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Frosta Logasonar, útvarpsmanns um tónlistarkonuna Hildi og konur í tónlist. 4. mars 2017 17:31
Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: „Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Sakar Frosta Logason um karlrembu, gamaldags hugsunarhátt og opinbera smánun 4. mars 2017 12:16