Útilokar ekki endurskoðun á Landsdómi á kjörtímabilinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. mars 2017 11:59 Brynjar Níelsson Vísir/Vilhelm „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson. Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson.
Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira