Sif: Gátum nýtt okkar líkamlega styrk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2017 19:16 Sif lék sinn 58. landsleik í dag. vísir/epa Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti