Ljósmóðir sem slasaðist við nestiskaup fær bætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 19:47 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu. Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu.
Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31