Tekst Barcelona hið ómögulega? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Lionel Messi komst lítt áleiðis í fyrri leiknum gegn PSG. vísir/getty Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira
Það getur allt gerst í íþróttum er stundum sagt. Því verða leikmenn Barcelona að trúa í kvöld er þeir reyna að vinna upp 4-0 forskot franska liðsins PSG frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það eru klárlega margir búnir að afskrifa Katalóníuliðið en stuðningsmenn Barcelona eru ekki þeirra á meðal. Þeir hafa verið duglegir að minna sína menn á það í síðustu leikjum að allt sé hægt. Því hefur Barcelona-liðið svarað með því að skora fimm og sex mörk í síðustu leikjum sínum. Það gefur einhverjum von þó svo andstæðingur kvöldsins séu talsvert sterkari en síðustu tveir.Þurfa að endurskrifa söguna Það er ekki bara að Barcelona þurfi að skora fjögur mörk í kvöld heldur þarf liðið að gera það gegn vörn sem er búin að halda hreinu í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Barcelona á aftur á móti Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez sem er líklega besta sóknartríó allra tíma. Enginn þeirra náði þó skoti á markið í fyrri leiknum. Ef Barcelona ætlar sér áfram þarf félagið að skrifa sögu Meistaradeildarinnar upp á nýtt. Ekkert lið í sögu deildarinnar hefur náð að snúa við 4-0 stöðu úr fyrri leik. Deportivo á metið, en liðið sneri 4-1 stöðu gegn AC Milan við með því að vinna síðari leikinn 4-0. Það var árið 2004. „Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk gegn okkur þá getum við skorað sex mörk á móti,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, kokhraustur. Það er til marks um sjálfstraustið í Barcelona-liðinu. Þeir trúa og hafa ekki lagt niður vopnin. Neymar er meðal annars sagður hafa veðjað við félaga sína að hann muni skora tvö mörk í leiknum en hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum gegn PSG.Erfitt en ekki ómögulegt „Þetta er frábær áskorun fyrir okkur en við verðum að vera þolinmóðir og verðum að halda haus. Við megum ekki hlaupa um eins og vitleysingar frá fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suarez. „Við viljum endurskrifa söguna og leikmenn vita hvað er í húfi. Þetta er erfitt en ekki ómögulegt. Við trúum því innilega að þetta sé hægt. Ef eitthvert lið getur skorað fjögur mörk þá er það Barcelona. Við verðum að halda okkur við okkar bolta þó að við séum að spila við frábært lið.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Sjá meira