Fótbolti

Velkomnir í endurkomuklúbbinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er smá stærðarmunur á Rob Gronkowski, innherja Patriots, og Lionel Messi, leikmanni Barcelona.
Það er smá stærðarmunur á Rob Gronkowski, innherja Patriots, og Lionel Messi, leikmanni Barcelona. mynd/twitter
Barcelona framkvæmdi íþróttakraftaverk númer tvö á á árinu í gær og það var vel við hæfi að hitt kraftaverkaliðið skildi óska Barcelona til hamingju í gær.

New England Patriots vann Super Bowl-leikinn eftir mestu endurkomu í sögu úrslitaleiks NFL-deildarinnar. Liðið kom til baka eftir að hafa verið 25 stigum undir.



Barcelona átti svo mestu endurkomu í sögu Meistaradeildarinnar í gær. Tvö risakraftaverk í íþróttasögunni.

Velkomnir í endurkomuklúbbinn og til hamingju Barcelona skrifaði Twitter-síða Patriots til Barcelona í gær. Með fylgdu svo myndir af Neymar með Patriots-treyju og Lionel Messi með innherja Patriots, Rob Gronkowski.

Barcelona þakkaði fyrir sig. Sagði að það væri gott að eiga vini sem veittu svona mikinn innblástur en leikmenn Barcelona töluðu um að endurkoma Patriots hefði blásið þeim baráttuanda í brjóst.


Tengdar fréttir

Lagerbäck sorgmæddur út af leikaraskap Suarez

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, varð sorgmæddur er Luis Suarez, framherji Barcelona, fiskaði vítaspyrnu í hinum ótrúlega leik Barcelona og PSG í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×