Aldrei fleiri sótt í Konukot og Frú Ragnheiði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. mars 2017 16:30 Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Í ársskýrslu Rauða Krossins í Reykjavík sem kom út í dag í tilefni af aðalfundi félagsins kemur meðal annars fram að heimsóknir í Frú Ragnheiði, bíl sem sjálfboðaliðar manna á kvöldin til aðstoðar fólki með fíknivanda, séu nærri þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Þá hafa aldrei fleiri konur gist í Konukoti á einu ári, alls 101 kona í rúmlega þrjú þúsund gistinætur árið 2016. Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða Krossins í Reykjavík, telur að jaðarsettir einstaklingar treysti sér betur en áður til að sækja þau úrræði sem í boði eru. „Fólk veit betur af þessu og það treystir kannski betur þjónustunni sem við erum að veita,“ segir Þórir. „Það er traust sem byggist upp, kannski á löngum tíma, þegar menn verða þess áskynja að þarna er öruggur staður til þess að ræða við sjálfboðaliðana okkar.“101 kona leitaði til Konukots í fyrra.Fréttablaðið/VilhelmHann segir sjálfboðaliða hafa fengið mikla þjálfun með tímanum og að aðstoðin við jaðarsetta einstaklinga sé sífellt að eflast. „Ef við tökum Frú Ragnheiði til dæmis, þá bættum við við einum degi í viku þannig að hann er nú að aka um götur höfuðborgarsvæðisins sex daga í viku í staðinn fyrir fimm áður. Á þessu ári ætlum við upp í sjö daga í viku. Þá byrjuðum við að veita fólki sem leitar til okkar næringarríkan mat af því að margir koma til okkar illa nærðir.“ Þórir segir að Rauði Krossinn leggi áherslu á skaðaminnkandi nálgun í þjónustu við jaðarsetta einstaklinga. „Fólk getur komið og það fær ekki fyrirlestur um að það ætti að breyta líferni sínu. Það fær aðstoð við að minnka skaðann af líferninu og allt þetta held ég að leiði til þess að fólk treystir okkur betur og er reiðubúið til að koma til okkar.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira