Aðsóknin orðin eins og öll þjóðin hafi farið í hvalaskoðun Svavar Hávarðsson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Hvalaskoðun hefur fest sig í sessi sem ein vinsælasta dægradvöl ferðamanna. vísir/stefán Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Farþegar hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi í fyrra voru tæplega 354.000 talsins. Frá og með árinu 2012 hefur fjölgun farþega fyrirtækjanna numið tugum þúsunda hvert einasta ár. Þetta sýna tölur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands – Icewhale. Þær sýna að viðskiptavinir hvalaskoðunarfyrirtækjanna árið 2015 voru 272 þúsund, eða tæplega 100 þúsund fleiri en árið 2012. Fjölgun milli áranna 2015 og 2016 er 81.000 gestir eða sami fjöldi og nýtti sér þessa afþreyingu árin 2003 til 2005.María Björk GunnarsdóttirMaría Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Hvalaskoðunarsamtökunum, segir niðurstöðurnar fyrir síðasta ár byggðar á tölum fjórtán fyrirtækja sem gera út hvalaskoðunarferðir. „Þróunin hefur eiginlega bara verið upp á við frá því hvalaskoðun fór af stað, en eldgosið í Eyjafjallajökli er trúlega ástæða fækkunar á milli áranna 2009 og 2010. Stóra stökkið kom á milli 2015 og 2016, alls 30% aukning, en um 20% ferðamanna fóru í hvalaskoðunarferðir á síðasta ári,“ segir María Björk. Sé litið til vaxtar ferðaþjónustunnar kemur þessi vöxtur í sjálfu sér ekki á óvart, bætir María Björk við. „Það er þó ánægjulegt að sjá hve vel hvalaskoðun hefur haldið hlutfallinu af heildarfjölda ferðamanna, sérstaklega ef tillit er tekið til stóraukins framboðs á afþreyingu og hlutfallslegs stökks vetrarferðaþjónustu þegar framboð hvalaskoðunarferða er hve minnst.“ Fyrirtækjum sem bjóða hvalaskoðunarferðir hefur fjölgað hægt en örugglega á undanförnum árum en þau voru níu árið 2005, tíu árið 2010, og tólf árið 2015. Starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja var um 100 yfir sumartímann árið 2005 en losaði 250 árið 2015. Fyrirtækin gera flest út frá Reykjavík og Húsavík en jafnframt Akureyri, Ólafsvík, Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Ísafirði og víðar. Nokkur fyrirtæki gera út allan ársins hring og fleiri hafa verið að teygja tímabilið lengra inn í veturinn, eins og fram kom í úttekt Deloitte fyrir Hvalaskoðunarsamtökin árið 2015. Þar segir að hvalaskoðun hafi leitt af sér fleiri tegundir afþreyingar, til dæmis er ekki óalgengt að þau bjóði upp á fuglaskoðunarferðir, sjóstangaveiði, norðurljósasiglingar eða aðrar skemmtiferðir á sjó sem ekki hefðu komið til nema fyrir þá fjárfestingu sem þegar hefur átt sér stað vegna hvalaskoðunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira