Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi atli ísleifsson skrifar 20. febrúar 2017 15:22 Frá Malmö. Vísir/Getty Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“ Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“
Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15