Walcott mætti í klefann hjá Sutton eftir leikinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 11:00 Theo Walcott bar fyrirliðaband Arsenal í gær. Vísir/Getty Arsenal-maðurinn Theo Walcott hefur fengið hrós á Samfélagsmiðlum fyrir íþróttamannlega framkomu sína eftir bikarsigurinn á utandeildarliði Sutton United í gær. Walcott skoraði seinna mark Arsenal í 2-0 sigri en leikurinn fór fram á gervigrasvellinum Gander Green Lane sem tekur aðeins fimm þúsund manns. Eftir leikinn þá birtist Theo Walcott í búningsklefa Sutton United liðsins og þakkað öllum leikmönnum þess persónulega fyrir leikinn. Frábær árangur utandeildarliðsins í vetur hefur verið mikið ævintýri og leikmenn liðsins eiga hrós fyrir. Walcott gerði sér grein fyrir því að gerði kvöldið enn eftirminnilegra fyrir þessa leikmenn sem voru flestir að spila stærsta leik lífsins í gær. Walcott var líka fyrirliði Arsenal í leiknum og það hafi örugglega eitthvað um það að segja að hann mætti í klefann. Theo Walcott gat annars verið sáttur með sig í leiknum enda að skora þarna sitt hundraðasta mark fyrir Arsenal. Hann hefur ennfremur þegar skorað fjögur mörk í tveimur leikjum sínum í enska bikarnum því hann var með þrennu á móti Southampton í 32 liða úrslitunum. Það er annars utandeildarþema hjá Arsenal í enska bikarnum því liðið mætir öðru utandeildarliði, Lincoln City, í átta liða úrslitum enska bikarsins. Sá leikur fer hinsvegar fram á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal. BBC birti hjá sér myndband þar sem Walcott sést inn í klefa Sutton United eftir leikinn og má sjá það hér fyrir neðan. Great gesture from Walcott in the Sutton dressing room! pic.twitter.com/2LXWqsQrmJ— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2017 Presenting... the 18th player to score goals for us Take a bow, @theowalcott #Theo100 pic.twitter.com/qTt4xw30dO— Arsenal FC (@Arsenal) February 21, 2017 Massive congratulations to @theowalcott - the 18th player in our history to reach Arsenal goals #Theo100 pic.twitter.com/fTdwbSmHPP— Arsenal FC (@Arsenal) February 20, 2017 Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Arsenal-maðurinn Theo Walcott hefur fengið hrós á Samfélagsmiðlum fyrir íþróttamannlega framkomu sína eftir bikarsigurinn á utandeildarliði Sutton United í gær. Walcott skoraði seinna mark Arsenal í 2-0 sigri en leikurinn fór fram á gervigrasvellinum Gander Green Lane sem tekur aðeins fimm þúsund manns. Eftir leikinn þá birtist Theo Walcott í búningsklefa Sutton United liðsins og þakkað öllum leikmönnum þess persónulega fyrir leikinn. Frábær árangur utandeildarliðsins í vetur hefur verið mikið ævintýri og leikmenn liðsins eiga hrós fyrir. Walcott gerði sér grein fyrir því að gerði kvöldið enn eftirminnilegra fyrir þessa leikmenn sem voru flestir að spila stærsta leik lífsins í gær. Walcott var líka fyrirliði Arsenal í leiknum og það hafi örugglega eitthvað um það að segja að hann mætti í klefann. Theo Walcott gat annars verið sáttur með sig í leiknum enda að skora þarna sitt hundraðasta mark fyrir Arsenal. Hann hefur ennfremur þegar skorað fjögur mörk í tveimur leikjum sínum í enska bikarnum því hann var með þrennu á móti Southampton í 32 liða úrslitunum. Það er annars utandeildarþema hjá Arsenal í enska bikarnum því liðið mætir öðru utandeildarliði, Lincoln City, í átta liða úrslitum enska bikarsins. Sá leikur fer hinsvegar fram á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal. BBC birti hjá sér myndband þar sem Walcott sést inn í klefa Sutton United eftir leikinn og má sjá það hér fyrir neðan. Great gesture from Walcott in the Sutton dressing room! pic.twitter.com/2LXWqsQrmJ— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2017 Presenting... the 18th player to score goals for us Take a bow, @theowalcott #Theo100 pic.twitter.com/qTt4xw30dO— Arsenal FC (@Arsenal) February 21, 2017 Massive congratulations to @theowalcott - the 18th player in our history to reach Arsenal goals #Theo100 pic.twitter.com/fTdwbSmHPP— Arsenal FC (@Arsenal) February 20, 2017
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira