Malmö: Hæsta morðtíðnin á Norðurlöndum en á engan hátt „Chicago Svíþjóðar“ atli ísleifsson skrifar 22. febrúar 2017 10:27 Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Vísir/Getty Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú til viðbótar bæst við. Þessi mikli fjöldi hefur skiljanlega vakið mikla athygli í Svíþjóð og víðar og hafa ákveðnir hópar reynt að draga upp mynd af borginni sem „Chicago Svíþjóðar“.Sydsvenskan hefur farið í saumana á tölunum til að kanna hvort að fótur sé fyrir lýsingunni og komist að því að svo sé engan veginn, þó að morðtíðnin í borgunum báðum hafi aldrei verið hærri en á síðasta ári. Ellefu í Malmö, 762 í Chicago. Mikið hefur verið fjallað um mikla glæpa- og morðtíðni í Chicago á síðustu misserum og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars hótað því að senda alríkislögregluna til borgarinnar til að stemma stigu við þróuninni.Sú mesta á Norðurlöndum Í frétt Sydsvenskan kemur fram að morðtíðnin í Malmö sé sú hæsta á Norðurlöndum. Samkvæmt þeim gögnum sem blaðamaður Sydsvenskan tók saman voru tvær stærstu borgir Svíþjóðar, Stokkhólmur og Gautaborg, báðar með 1,3 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári, árin 2011 til 2013. Tíðnin í Malmö er mun hærri, 3,4 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016).Turning Torso í Västra hamnen í Malmö.Vísir/GettyÍ Chicago er tíðnin 28 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2016), í St. Louis í Missouri 59 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015) og venesúelsku höfuðborginni Caracas 120 morð á hverja 100 þúsund íbúa (2015). „Í Malmö sjáum við fleiri ofbeldisverk sem leiða til dauða, oft skotárásir gengja, en í öðrum borgum í Svíþjóð og á Norðurlöndum. En tíðnin er mun hærri í mörgum öðrum evrópskum borgum,“ segir afbrotafræðingurinn Sven Granath, sem starfar hjá embætti ríkislögreglustjóra í Svíþjóð. Sé litið til Skánar allrar höfðu 27 morð verið framin um miðjan desember á síðasta ári. Þau höfðu ekki verið skráð fleiri, að minnsta kosti frá aldamótum, en blaðamenn Sydsvenskan rannsökuðu gögn aftur til þess tíma.Ekki bara hægt að rekja til gengjaátaka Malmö er þriðja stærsta borg Svíþjóðar með um 330 þúsund íbúa, en á Skáni búa um 1,3 milljónir manna, um 12 prósent landsmanna. Í grein Sydsvenskan frá í desember segir að morðmálin á Skáni séu orðin það mörg að lögreglan eigi í mestu vandræðum með að rannsaka þau öll. Þó séu það ekki einungis morð í tengslum við gengjaátök sem hafi rifið upp tölfræðina. Á síðustu árum hafa morðmál á Skáni verið á milli tíu til sautján á ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15
Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22