Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2017 22:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Nordicphotos/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning. Donald Trump Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur látið í ljós þá fyrirætlan sína að fjölga kjarnaoddum í eigu Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkin hafi of lengi verið eftirbátur annarra kjarnorkuríkja í þessum málum og vill að þau eigi flest vopn allra ríkja. Er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn tjáir sig um kjarnorkuvopn eftir að hann tók við embættinu. Reuters greinir frá.Trump segir að hann væri til í að sjá heim án kjarnorkuvopna, en að það valdi honum áhyggjum hve aftarlega á merinni Bandaríkin séu orðin í kjarnorkuvopnaeign. „Ég er fyrstur til þess að segja það að ég væri til í að sjá heim þar sem enginn á kjarnorkuvopn en við munum aldrei verða eftirbátur annarra ríkja, jafnvel vinaþjóða, í kjarnorkuvopnaeign.“ „Heimur þar sem ekkert ríki á kjarnorkuvopn væri yndislegur en ef ríki eru hvorteðer að fara að eiga kjarnorkuvopn, þá ætlum við að verða atkvæðamesta ríkið.“ Rússar eiga um þessar mundir rúmlega 7300 kjarnaodda, á meðan Bandaríkin eiga rúmlega 6790. Daryl Kimball, framkvæmdastjóri sjálfstæðra samtaka vopnaeftirlitssinna, segir að ekkert ríki „ geti orðið atkvæðamest,“ þegar kemur að eign kjarnavopna, þar sem tilgangi þeirra er náð fram, með núverandi fjölda. „Saga kalda stríðsins sýnir okkur að enginn „er atkvæðamestur,“ þegar kemur að kjarnorkuvopnakapphlaupi. Rússar og Bandaríkjamenn eiga töluvert fleiri slík vopn heldur en nauðsynleg eru til þess að koma í veg fyrir að aðrar kjarnorkuvopnaþjóðir ráðist á þá.“ Gangi áætlanir Trump eftir er ljóst að með því er samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, sem gengur undir nafninu „New START“ rofið en það kvað á um að ríkin tvo myndu takmarka kjarnorkuvopnaframleiðslu sína og halda eign í svipuðu hlutfalli fram að 5. febrúar 2018. Trump hefur áður sagt að samningurinn hafi verið slæmur fyrir Bandaríkin og góður fyrir Rússland. Ekki er ljóst hvort að Trump vilji rifta þeim samningi algjörlega, eða semja við Rússa um nýjan kjarnorkuvopnasamning.
Donald Trump Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira