Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira