Siggi Raggi: Freyr er með fordóma gagnvart kínverskri knattspyrnu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, skýtur fast á eftirmann sinn, Freyr Alexandersson, í viðtali við Fréttatímann. Sigurður Ragnar, oftast kallaður Siggi Raggi, þjálfar nú kínverska félagið Jiangsu Suning og reyndi að fá tvær íslenskar landsliðskonur til félagsins. Þær Dagnýju Brynjarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Þær höfnuðu tilboði félagsins af hluta til þar sem landsliðsþjálfarinn, Freyr, hafði sagt að samningar við kínversk félög myndu hafa áhrif á stöðu þeirra gagnvart landsliðinu. Tilboðin sem þær fengu eru sögð þau hæstu sem stelpurnar hafa fengið á ferlinum. „Mér finnst fordómar ríkja á Íslandi gagnvart kínverskri knattspyrnu. Þeir skína í gegn í viðtölum til dæmis við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara, þar sem hann talar niður styrkleika kínversku deildarinnar og segir hana ekkert sérstaka,“ segir Freyr í viðtali við Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum. „Allar kínversku A-landsliðskonurnar spila í deildinni og landsliðið hér er 7 sætum ofar en Ísland á heimslistanum. Einn besti og launahæsti leikmaður í heimi, brasilíska landsliðskonan Christiane, mun spila með einu liði í deildinni í ár. Fleiri sterkar erlendar landsliðskonur spila í deildinni. Mér finnst fólk almennt dæma kínverska knattspyrnu af einsleitum fréttaflutningi. Eins og fólk líti þannig á að kínverskir peningar séu verri en enskir peningar eða peningar frá öðrum löndum.“Sigurður Ragnar á hliðarlínunni sumarið 2014 þegar hann þjálfaði karlalið ÍBV.vísir/antonSiggi Raggi segir að leikmenn hefðu mátt taka þátt í öllum verkefnum í aðdraganda mótsins og það hefði því engu breytt fyrir landsliðið hvort þær spiluðu í Kína eða Svíþjóð. „Mér finnst það orka tvímælis að landsliðsþjálfarinn tali niður deildina með því að segja að hún sé ekki fyrir íslenskar knattspyrnukonur og ekki fyrir leikmenn sem ætli sér að spila í lokakeppni Evrópumótsins sem er framundan. Leikmenn sem við vorum í viðræðum við, vissu að þær mættu taka þátt í öllum landsliðsverkefnum fyrir Evrópumótið, þó þær réðu sig til Kína. Mér finnst Freyr vera á hálum ís með því að segja að ef leikmenn spili í Kína, þá hafi það áhrif á val hans í landsliðið,“ segir Sigurður og spyr hvað sé eiginlega vandamálið við að leikmenn spili í Kína? „Meirihluti landsliðskvenna spilar í áhugamannadeild á Íslandi þar sem keppnistímabilið er styttra, liðin eru ekki með jafn góða erlenda leikmenn og leikmenn geta ekki einbeitt sér að því eingöngu að spila knattspyrnu. Er vandamálið hvað Kína er langt í burtu? Ég ræddi það við Frey og landsliðskonur sem ég hafði áhuga á að fá hingað, að þær myndu ekki missa af undirbúningi né leikjum á EM. Hvers vegna vill hann þá ekki að þær spili í Kína? Eru það fordómar gagnvart kínverskri knattspyrnu? Mega konur ekki þéna vel á sinni knattspyrnuiðkun, eins og karlar? „Ég minnist þess að hafa lesið umfjöllun fyrir stuttu um að íslensk landsliðskona hefði ekki einu sinni efni á mat. Það voru þrír íslenskir leikmenn valdið í karlalandsliðið á meðan þeir spiluðu í Kína, þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Sölvi Geir Ottesen. Þetta hefur þótt nógu gott fyrir karlalandsliðið, hvers vegna er þetta ekki nógu gott fyrir kvennalandsliðið? Mér finnst þetta réttlætismál fyrir íslenskar landsliðskonur.“Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira