Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 14:40 „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira