Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 14:40 „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“ Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
„Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar, þegar hann er spurður hvort niðurstaða endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið í takt við það sem hann átti von á.Sjá einnig: Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýjuVonlaust að draga einn þátt út úr Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál fimm sakborninga af sex verði tekin til meðferðar fyrir dómstólum að nýju. Mál Erlu Bolladóttur verður ekki tekið fyrir á ný, samkvæmt nýbirtum úrskurði nefndarinnar. Sakborningarnir hlutu árið 1980 eins til sautján ára fangelsisdóma fyrir aðild þeirra að málinu. „Það sem kemur mér á óvart er að þeim takist að taka einn frá málinu sem varðar meintar rangar sakargiftir Erlu á hendur svokölluðum Klúbbmönnum. Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr,“ segir Ragnar. Þegar Ragnar talar um Klúbbmenn er hann að tala um mennina fjóra sem Erla Bolladóttir, Kristján Viðar Júlíusson og Sævar Marinó Ciesielski voru sakfelld fyrir að bera rangar sakir á. Voru það þeir Einar Gunnar Bollason, Magnús Leopoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Um er að ræða skemmtistaðinn Klúbbinn en þeir Magnús og Sigurbjörn höfðu tengsl við þann skemmtistað en ekki Einar og Valdimar. Hins vegar festist viðurnefnið Klúbbmenn við þá alla fjóra.Lögreglumenn heima hjá henni að vingast við hana Ragnar segir að endurupptökunefnd virðist liggja mikið á því að Erla hafi ekki verið í fangelsi þegar hún á að hafa talað um einhverja af þessum fjórmenningum. „Það er að vísu rétt að henni var sleppt úr fangelsi á tímabili en á þeim tíma voru lögreglumenn heima hjá henni og rannsóknardómarinn sífellt að vingast við hana og reyna að fá hana til að segja eitthvað sem væri í samræmi við eitthvað sem þeir héldu. Þetta voru allt marklausar yfirheyrslur án verjanda,“ segir Ragnar. Hann bendir einnig á að settur ríkissaksóknari hefði lagst upphaflega gegn því að mál Erlu yrði endurupptekið. „En í munnlegum málflutningi fyrir um ári breytti hann afstöðu sinni og taldi að það sama gilti um hana og aðra í málinu. Það var ekki síður ástæða til að endurupptaka hennar mál en annarra,“ segir Ragnar.Alveg öruggt að það fær ekki staðist Hann segist ekki hafa fengið sé í kaflanum í máli Erlu um viðhorf ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi fjallað um þýðingu þess að ákæruvaldið breytti afstöðu sinni. „Það er auðvitað mjög mikilvægt. Ég tel að það sé alveg nóg, ef að ákæruvaldið fellst á endurupptökubeiðni, þá þurfi ekki mikið meira til að koma.“ Ragnar segir að hver glöggur maður sem kynnir sér málið eins og það var dæmt í Hæstarétti árið 1980 sjái að það fái ekki staðist að atburðirnir hafi orðið með þeim hætti sem gengið er út frá í dómnum. „Það er alveg öruggt að það fær ekki staðist. Þess vegna hlaut endurupptökunefndin að fallast á endurupptökubeiðnina.“
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira