Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:48 Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Kaup íslenskra stjórnvalda á skattagögnum í apríl 2015 hafa borgað sig margfalt í formi endurálagningar Ríkisskattstjóra. Alls nemur endurálagning vegna Panamaskjalanna rúmlega 140 milljónum króna en reiknað er með að sú tala muni hækka umtalsvert. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkti á fundi sínum í apríl árið 2015 að veita skattrannsóknarstjóra aukafjárveitingu vegna kaupa á skattagögnum frá erlendum aðila. Gögnin voru talin geyma upplýsingar um tengsl Íslendinga við félög í lágskattaríkjum og þannig nýtast íslenskum skattayfirvöldum til að upplýsa um möguleg skattaundanskot. Kaupin voru gagnrýnd, meðal annars vegna þess að um væri að ræða stolin gögn en einnig vegna óvissu um hvort kaupin myndu borga sig fjárhagslega. En hverju hafa þessar upplýsingar skilað?143 milljónir í endurálagninguEftir að skattayfirvöld fengu gögnin afhent tók skattrannsóknarstjóri til rannsóknar skattskil um 30 þeirra Íslendinga sem í þeim fundust. Að öðru leyti voru gögnin send áfram til ríkisskattstjóra vegna gruns um athugunarverð skattskil. Kaupverðið gagnanna var 37 milljónir króna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisskattstjóra um hversu miklum fjármunum þessi gögn hafa skilað í formi endurálagningar þar sem aðilar sem fram koma í skjölunum hafa ekki gert réttilega grein fyrir skattgreiðslum sínum. Í svari ríkiskattstjóra er vísað til endurálagningar vegna Panamaskjalanna, en með því er annars vegar átt við gögnin sem skattrannsóknarstjóri keypti en einnig gögn sem bárust í kjölfar lekans frá starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra hafa hækkanir á opinberum gjöldum af endurálagningu vegna Panamaskjalanna numið rúmlega 143 milljónum króna (hundrað fjörtíu og þremur milljónum króna) sem er tæplega fjórföld sú upphæð sem skattagögnin voru keypt á 2015. Að stærstum hluta er um að ræða hækkanir vegna gagnanna sem keypt voru þó erfitt sé að greina það með nákvæmum hætti.Mun hækka umtalsvertSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er reiknað með að þessi tala muni hækka umtalsvert. Enn þá eigi eftir að klára mörg hundruð mál og því langt þangað til að endanleg tala liggur fyrir. Eitt liggur þó fyrir – kaupin á skattagögnunum í apríl 2015 borguðu sig, að minnsta kosti fjárhagslega.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira