Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 14:17 Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. Vísir/GVA Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir.
Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Sjá meira
Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12