Alþingi aðstoðaði við tökur á Black Mirror Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 14:17 Tökur fóru fram við Ráðhús Reykjavíkur um liðna helgi. Vísir/GVA Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Tökur á þætti í fjórðu seríu Black Mirror fóru fram í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi en kvikmyndagerðarmennirnir leituðu til Alþingis eftir aðstoð við tökurnar. Þegar taka átti upp senu við Ráðhús Reykjavíkur í Tjarnargötu vildu aðstandendur þáttarins hafa kveikt ljós í húsum nærri tökustað. Þá höfðu þeir einnig augastað á malarbílastæði sem er á móti skrifstofu Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu til að geyma bíla og tökuvagna. Til þess þurftu þeir að hafa samband við Alþingi sem á malarbílastæði og nokkur hús í nágrenni við Ráðhúsið en þar á meðal var farið fram á að kveikt yrði ljós í skrifstofu Pírata í Vonarstræti. Píratarnir fengu veður af því og settu því fána flokksins í einn glugga skrifstofunnar ef ske kynni að sá gluggi muni sjást í þættinum.John Hillcoat er leikstjóri þáttarins sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPALeikstjóri þáttarins sem tekinn er upp hér á landi er John Hillcoat sem á að baki myndirnar The Road, Lawless, The Proposition og Triple 9. Black Mirror er breskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker þar sem finna má mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það. Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.Á vef Tracking Board er fjallað um ráðningu John Hillcoat en hann er þar talinn eiga að leikstýra þætti sem er sagður bera heitið Crocodile.Andrea Riseborough hefur verið orðuð við hlutverk í þættinum sem er tekinn upp hér á landi.Vísir/EPA Ekki hafa fengist fregnir af söguþræðinum aðrar en að tvær konur eiga að vera í aðalhlutverki að því er fram kemur á vef Tracking Board. Þar er jafnframt leikkonan Andrea Riseborough orðuð við eitt af aðalhlutverkunum en hún á að baki hlutverk í myndunum Birdman, Oblivion og Nocturnal Animals. Fyrsti þátturinn af Black Mirror var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra. Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir.
Alþingi Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir. 13. febrúar 2017 15:12