Bíó og sjónvarp

Black Mirror-þáttur verður tekinn upp í og við Reykjavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Bryce Dallas Howard í Black Mirror.
Bryce Dallas Howard í Black Mirror. Vísir/IMDB

Til stendur að taka upp einn þátt af næstu Black Mirror-þáttaröð í og við Reykjavík á næstunni. Um er að ræða breskan vísindaskáldskap úr smiðju Charlie Brooker þar sem má finna mikla háðsádeilu á nútímasamfélag og áhrif nútímatækni á það.

Hefur hver þáttur sjálfstæðan söguþráð sem gerist annað hvort í hliðstæðri veröld eða í nálægðri framtíð.

Fyrsti þátturinn var frumsýndur á Channel 4 í Bretlandi í desember árið 2011 en Netflix tók hann upp á sína arma og var þriðja þáttaröðin frumsýnd þar í fyrra.

Þessi fjórða þáttaröð verður framleidd af Netflix og verður í heild sex þættir.

Þekktir leikarar hafa tekið að sér hlutverk í þessum þáttum, þar á meðal Bryce Dallas Howard og John Hamm, en ekki er vitað hverjir munu fara með helstu hlutverk í þeim þætti sem verður tekinn upp hér á landi.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.