Hjúkrunarfræðinemar vilja ekki starfa á Landspítalanum vegna slæmra launakjara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2017 14:24 Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.” Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hyggjast ekki ráða sig til Landspítalans að loknu námi í vor. Formaður nemendafélags hjúkrunarfræðina segir launakjörin á Landspítalanum ekki nógu góð en margir nemana hafa þegar sótt um önnur störf. Um 80 hjúkrunarfræðinemar eru á fjórða ári við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og útskrifast í vor. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga án vaktaálags og yfirvinnu eru 375 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sunnevu Bjarkar Gunnarsdóttur, formanns nemendafélags hjúkrunarfræðina við Háskóla Íslands, er ástæða þess að hjúkrunarfræðinemar ætla ekki að sækja um starf á Landspítalanum í sumar þau launakjör sem þar bjóðast. „Það er út af laununum, því það er hægt að fá betri laun annars staðar” segir Sunneva og bætir við að nemendafélagið muni senda frá sér yfirlýsingu varðandi þetta í næstu eða þarnæstu viku. Sunneva segir að launakjör séu almennt betri annars staðar á Landspítalanum, jafnvel innan stéttarinnar. „Það er hægt að fá betri laun eins og í heimahjúkrun eða á hjúkrunarheimilum.”Kæmi sér illa fyrir LandspítalannSigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að aðgerðir hjúkrunarfræðinemana myndu koma sér afar illa fyrir spítalann verði þær að veruleika. „Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda. Það eru um 1400 hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og því er náttúrulega nauðsynlegt að við höldum eðlilegri nýliðun í þeim hópi. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í starfseminni hjá okkur eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustunni svo það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góða hjúkrunarfræðinga til starfa.” Hún segir jafnframt að leita þurfi allra mögulega leiða til að gera Landspítalann að aðlaðandi vinnustað. „Það sem við stöndum frammi fyrir á Landspítalanum er að fjárveitingarnar okkar taka mið af kjarasamningum og við þurfum bara að leita allra leiða sem við mögulega getum til að gera vinnustaðinn aðlaðandi og geta boðið þessu unga fólki þau kjör sem þá sætta sig við.”
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira