Fótbolti

Viðar og félagar áfram á beinu brautinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn og félagar hafa unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum.
Viðar Örn og félagar hafa unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þetta var fimmti sigur Viðars og félaga í síðustu sex leikjum.

Maccabi er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, fimm stigum á eftir toppliði Hapoel Be'er Sheva.

Barak Itzhaki skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu.

Viðar fékk tvö færi til að skora eftir markið en tókst ekki að koma boltanum yfir línuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.