Breyttur persónuleiki eftir skelfilegt bílslys: „Þú veist ekki hvað þú átt að gera eða hvert þú átt að fara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. febrúar 2017 20:00 14. október árið 2014 var örlagaríkur dagur fyrir feðgana Kristófer Auðunsson og Auðun Pálsson. Kristófer, sem þá var 17 ára og í blóma lífsins, lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi á Gullinbrú í Grafarvogi er bifreið sem hann ók valt. Eftir það gjörbreyttist líf Kristófers sem hlaut miklar heilablæðingar. Hann breytti um persónuleika og hefur þurft á mikilli endurhæfingu að halda. Auðun er mjög gagnrýnin á kerfið og vill að breytingar verði gerðar en engin langtímameðferð er í boði fyrir fólk sem fær heilaskaða. mynd/anton brinkKristófer slasaðist mjög alvarlega, hlaut líkamlega áverka og miklar heilablæðingar. Hann lá í nokkra daga á gjörgæsludeild og var síðan fluttur á barnadeild Landspítalans þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Kristófer man ekki neitt eftir slysinu. Höfuðáverkinn sem Kristófer hlaut í slysinu, ásamt öðrum áverkum, hafa hamlað lífi hans til muna. Hann þurfti að hætta í skóla og vinnu. Hvorki Kristófer né foreldrar hans áttuðu sig almennilega á alvarleika og afleiðingum slyssins fyrr en þó nokkru eftir það. Frá því slysið átti sér stað og til dagsins í dag hefur það tekið mikið á fjölskylduna. Auðun segir að það vanti allt aðhald og leiðbeiningar fyrir fólk sem fær heilaskaða. Hann biðlar því til yfirvalda að gera eitthvað til að bæta þennan málaflokk. Feðgarnir vilja þakka öllum þeim sem komu að málinu: Vegfarendum, sem hjálpuðu til við að velta bílnum, lögreglu, slökkviliði, starfsfólki á bráðamóttöku, sem veittu fyrstu hjálp, starfsfólki á Gensásdeild og á Reykjalundi. Án þessa fagfólks væri Kristófer ekki á þeim stað sem hann er í dag. Hægt er að horfa á viðtal við feðgana í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
14. október árið 2014 var örlagaríkur dagur fyrir feðgana Kristófer Auðunsson og Auðun Pálsson. Kristófer, sem þá var 17 ára og í blóma lífsins, lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi á Gullinbrú í Grafarvogi er bifreið sem hann ók valt. Eftir það gjörbreyttist líf Kristófers sem hlaut miklar heilablæðingar. Hann breytti um persónuleika og hefur þurft á mikilli endurhæfingu að halda. Auðun er mjög gagnrýnin á kerfið og vill að breytingar verði gerðar en engin langtímameðferð er í boði fyrir fólk sem fær heilaskaða. mynd/anton brinkKristófer slasaðist mjög alvarlega, hlaut líkamlega áverka og miklar heilablæðingar. Hann lá í nokkra daga á gjörgæsludeild og var síðan fluttur á barnadeild Landspítalans þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Kristófer man ekki neitt eftir slysinu. Höfuðáverkinn sem Kristófer hlaut í slysinu, ásamt öðrum áverkum, hafa hamlað lífi hans til muna. Hann þurfti að hætta í skóla og vinnu. Hvorki Kristófer né foreldrar hans áttuðu sig almennilega á alvarleika og afleiðingum slyssins fyrr en þó nokkru eftir það. Frá því slysið átti sér stað og til dagsins í dag hefur það tekið mikið á fjölskylduna. Auðun segir að það vanti allt aðhald og leiðbeiningar fyrir fólk sem fær heilaskaða. Hann biðlar því til yfirvalda að gera eitthvað til að bæta þennan málaflokk. Feðgarnir vilja þakka öllum þeim sem komu að málinu: Vegfarendum, sem hjálpuðu til við að velta bílnum, lögreglu, slökkviliði, starfsfólki á bráðamóttöku, sem veittu fyrstu hjálp, starfsfólki á Gensásdeild og á Reykjalundi. Án þessa fagfólks væri Kristófer ekki á þeim stað sem hann er í dag. Hægt er að horfa á viðtal við feðgana í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira