Breyttur persónuleiki eftir skelfilegt bílslys: „Þú veist ekki hvað þú átt að gera eða hvert þú átt að fara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. febrúar 2017 20:00 14. október árið 2014 var örlagaríkur dagur fyrir feðgana Kristófer Auðunsson og Auðun Pálsson. Kristófer, sem þá var 17 ára og í blóma lífsins, lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi á Gullinbrú í Grafarvogi er bifreið sem hann ók valt. Eftir það gjörbreyttist líf Kristófers sem hlaut miklar heilablæðingar. Hann breytti um persónuleika og hefur þurft á mikilli endurhæfingu að halda. Auðun er mjög gagnrýnin á kerfið og vill að breytingar verði gerðar en engin langtímameðferð er í boði fyrir fólk sem fær heilaskaða. mynd/anton brinkKristófer slasaðist mjög alvarlega, hlaut líkamlega áverka og miklar heilablæðingar. Hann lá í nokkra daga á gjörgæsludeild og var síðan fluttur á barnadeild Landspítalans þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Kristófer man ekki neitt eftir slysinu. Höfuðáverkinn sem Kristófer hlaut í slysinu, ásamt öðrum áverkum, hafa hamlað lífi hans til muna. Hann þurfti að hætta í skóla og vinnu. Hvorki Kristófer né foreldrar hans áttuðu sig almennilega á alvarleika og afleiðingum slyssins fyrr en þó nokkru eftir það. Frá því slysið átti sér stað og til dagsins í dag hefur það tekið mikið á fjölskylduna. Auðun segir að það vanti allt aðhald og leiðbeiningar fyrir fólk sem fær heilaskaða. Hann biðlar því til yfirvalda að gera eitthvað til að bæta þennan málaflokk. Feðgarnir vilja þakka öllum þeim sem komu að málinu: Vegfarendum, sem hjálpuðu til við að velta bílnum, lögreglu, slökkviliði, starfsfólki á bráðamóttöku, sem veittu fyrstu hjálp, starfsfólki á Gensásdeild og á Reykjalundi. Án þessa fagfólks væri Kristófer ekki á þeim stað sem hann er í dag. Hægt er að horfa á viðtal við feðgana í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
14. október árið 2014 var örlagaríkur dagur fyrir feðgana Kristófer Auðunsson og Auðun Pálsson. Kristófer, sem þá var 17 ára og í blóma lífsins, lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi á Gullinbrú í Grafarvogi er bifreið sem hann ók valt. Eftir það gjörbreyttist líf Kristófers sem hlaut miklar heilablæðingar. Hann breytti um persónuleika og hefur þurft á mikilli endurhæfingu að halda. Auðun er mjög gagnrýnin á kerfið og vill að breytingar verði gerðar en engin langtímameðferð er í boði fyrir fólk sem fær heilaskaða. mynd/anton brinkKristófer slasaðist mjög alvarlega, hlaut líkamlega áverka og miklar heilablæðingar. Hann lá í nokkra daga á gjörgæsludeild og var síðan fluttur á barnadeild Landspítalans þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur. Kristófer man ekki neitt eftir slysinu. Höfuðáverkinn sem Kristófer hlaut í slysinu, ásamt öðrum áverkum, hafa hamlað lífi hans til muna. Hann þurfti að hætta í skóla og vinnu. Hvorki Kristófer né foreldrar hans áttuðu sig almennilega á alvarleika og afleiðingum slyssins fyrr en þó nokkru eftir það. Frá því slysið átti sér stað og til dagsins í dag hefur það tekið mikið á fjölskylduna. Auðun segir að það vanti allt aðhald og leiðbeiningar fyrir fólk sem fær heilaskaða. Hann biðlar því til yfirvalda að gera eitthvað til að bæta þennan málaflokk. Feðgarnir vilja þakka öllum þeim sem komu að málinu: Vegfarendum, sem hjálpuðu til við að velta bílnum, lögreglu, slökkviliði, starfsfólki á bráðamóttöku, sem veittu fyrstu hjálp, starfsfólki á Gensásdeild og á Reykjalundi. Án þessa fagfólks væri Kristófer ekki á þeim stað sem hann er í dag. Hægt er að horfa á viðtal við feðgana í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira