Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2017 20:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira