Bjarni í hópi tíu þjóðarleiðtoga sem beita sér fyrir jafnrétti kynjanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2017 20:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er í hópi tíu þjóðarleiðtoga á vegum Kvennasamtaka Sameinuðu þjóðanna sem beita sér fyrir því að karlar taki þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Fjöldi manns kom saman í Hörpu í dag til að taka þátt í Milljarður rís, jafnréttisverkefni Sameinuðu þjóðanna. Kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna, eða UN Women, stendur fyrir átakinu He for She, eða hann fyrir hana og hafa íslensk stjórnvöld stutt átakið frá upphafi. Hverju sinni eru tíu þjóðarleiðtogar, tíu forstjórar alþjóðafyrirtækja og tíu háskólarektorar í forsvari fyrir verkefnið. En því er ætlað að virkja karlmenn til baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að ríkisstjórnin öll fylkti sér að baki átkasins og nældi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra merki þess í jakkann á samráðherrum sínum á ríkisstjórnarfundi í morgun. „En það eiga náttúrlega allir svona merki og nú hafa allir ráðherrar og þar með öll ríkisstjórnin skráð sig í átakið,“ sagði Bjarni um leið og hann setti merkið í jakka Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi fór yfir átakið með forsætisráðherra og hvatti hann og ríkisstjórnina til góðra verka í jafnréttismálum. „Við bara ítrekum að við hjá landsnefnd UN Women erum tilbúin að aðstoða við þetta gríðar mikla verkefni. Hvetja ykkur áfram og minna á hvað það er að vera He for She. Ég ætla að færa þér hérna húfu,“ sagði Inga Dóra og afhenti Bjarna húfu með FO merkinu.Er það mikilvægt fyrir þig að vera í þessum hópi? „Ég geri það nú með miklu stolti og geri eins og fyrirrennarar mínir. Við erum stolt af því að það skuli vera leitað til okkar til að vera eins og kyndilberar í þessu mikilvæga verkefni. Ég lít þannig á að það sé leitað til okkar vegna þess árangurs sem hér hefur náðst. En við erum enn að berjast áfram og höfum sett okkur markmið á þessu sviðinu sem er einfaldlega að ná meiri árangri,“ sagði Bjarni. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, hafa lýst efasemdum og andstöðu við væntanlegt frumvarp félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun fyrirtækja.Heldur þú að ríkisstjórnin muni á endanum standa heil að baki þessu frumvarpi? „Já, ég held að það sé nú ágætt að menn haldi aðeins í sér andanum þangað til að minnsta kosti frumvarpið hefur litið dagsins ljós. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvaða leiðir við eigum að fara. En ég skynja engan ágreining þegar kemur að því að berjast gegn kynbundnum launamun. Ég hef engan Íslending hitt sem talar fyrir kynbundnum launamun,“ sagði Bjarni. Í hádeginu í dag fór síðan fram í Hörpu og víða um land atburðurinn milljarður rís, þar sem dansað er gegn ofbeldi gegn konum og stelpum. Í ár var minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með góðfúslegu leyfi foreldra hennar.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira