Fótbolti

Viðar með þrennu í sigri Maccabi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar er orðinn markahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni.
Viðar er orðinn markahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni. vísir/afp
Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag.

Viðar er orðinn markahæstur í ísraelsku deildinni með 14 mörk en hann hefur spilað mjög vel upp á síðkastið.

Auk markanna 14 í deildinni er Viðar búinn að skora þrjú mörk í ísraelsku bikarkeppninni og eitt mark í Evrópudeildinni. Íslenski landsliðsmaðurinn er því kominn með 18 mörk í heildina í vetur.

Með sigrinum minnkaði Maccabi forskot Hapoel Be'er Sheva á toppnum niður í tvö stig. Hapoel á þó leik til góða á Maccabi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.