Sýrlensku flóttafólki vegnar vel Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Langþreyttir flóttamenn hvíldu lúin bein við komuna til Íslands fyrir ári. vísir/stefán Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Sýrlensku flóttamönnunum 56 sem komu til Íslands í fyrra vegnar vel, að mati verkefnisstjóra sveitarfélaganna sem þeir komu til. Börnin sem voru 32 eru öll í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum en af þeim fullorðnu sem voru 24 eru fjórir komnir í fasta vinnu. Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri og ráðgjafi flóttamanna hjá Kópavogsbæ, segir fjórtán sýrlenska flóttamenn hafa komið til Kópavogs í fyrra, sex fullorðna og átta börn. „Það er enginn í fastri vinnu eins og er en nokkrir hafa farið í starfsþjálfun samhliða íslenskunámi. Það er bara einn sem talar ensku. Hann er með BA-próf í enskum bókmenntum. Skólaganga hinna er mislöng. Það er mjög erfitt að fá nám sem er ekki sambærilegt og hjá okkur metið og það er hvorki auðvelt fyrir þá sem tala bara arabísku að fara að vinna né vinnustaði að taka á móti þeim.“Margrét Arngrímsdóttir, verkefnisstjóri hjá KópavogsbæÍslenskunámið gengur misvel hjá þeim fullorðnu. „Slíkt er mjög algengt þegar fólk hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þá er það ekki alveg móttækilegt fyrir nýju tungumáli. Börnunum gengur hins vegar vel að læra íslensku, þau hafa aðlagast vel og eignast vini,“ segir Margrét sem kveður foreldrana almennt tala um að þeir væru að koma til Íslands fyrir börnin sín. „Þeir vilja betra líf fyrir þau. Það skiptir þá máli að sjá að börnunum líður vel. Þeim þykir auðvitað vænt um landið sitt og væru örugglega þar ef ekki hefði komið stríð.“ Í fyrra komu 19 sýrlenskir flóttamenn til Hafnarfjarðar, níu fullorðnir og tíu börn. „Það er einn kominn í vinnu og annar er á leiðinni í vinnu. Við metum það svo að þetta hafi gengið vonum framar. Samvinnan við fólkið hefur verið góð. Flóttamennirnir hafa tekið þátt í aðlögunarferlinu og þeirri erfiðu vinnu sem felst í því að takast á við komuna hingað,“ segir Karen Theódórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Helga bætir því við að eðlilega séu þeir sem komu í október ekki komnir á vinnumarkað. Sýrlensku flóttamennirnir sem komu til Akureyrar í fyrra voru 23, þar af voru níu fullorðnir. Þrír þeirra eru komnir með fasta vinnu, að sögn Kristínar Sóleyjar Sigursveinsdóttur, verkefnisstjóra hjá Akureyrarbæ. Hún segir að tveir vinni við svipuð störf og þeir fengust við heima í Sýrlandi, það er við rafvirkjun og pípulagnir. „Ein kvennanna er í meistaranámi og önnur í vinnustaðaþjálfun. Í heildina vegnar flóttamönnunum vel en þetta gengur mishratt. Það hefur hver sinn hátt á að takast á við þetta. Krökkunum vegnar vel í skóla og þeir eru í tómstundum sem hefur mikið að segja.“ Kristín getur þess að þrír flóttamannanna tali þokkalega ensku en þeir sem eru eingöngu arabískumælandi hafi fyrstir fengið vinnu. „Þrír flóttamannanna eru með háskólamenntun og það er alþekkt að háskólamenntuðum gengur verr að fá vinnu við sitt hæfi þar sem menntun og reynsla er metin að fullu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira