Innlent

Fjölmenn mótmæli í Rúmeníu annan daginn í röð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þúsundir Rúmenar komu saman í dag til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda að lækka hámarksrefsingu fyrir ákveðna gerð spillingarbrota. Þetta er annar dagurinn í röð sem kemur til mótmæla í Rúmeníu vegna málsins.

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram vantraust á ríkisstjórn landsins og fylgist framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nú grannt með gangi mála, en hvergi annars staðar í sambandinu mælist spilling meiri.

Talið er að um 200 þúsund manns hafi komið saman víðs vegar um landið í dag til að lýsa yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnvalda. Um er að ræða stærstu mótmæli í landinu frá árinu 1989.

Stjórnvöld í Rúmeníu hafa á síðustu árum reynt að taka á landlægri spillingu í landinu.

Tæplega tvö þúsund manns hafa verið ákærðir fyrir ýmis spillingarbrot og er talið að upphæð fjár, sem hefur verið komið undan eða misnotað á annan hátt, nemi nærri milljarði evra, um 123 milljarða íslenskra króna, á síðustu þremur árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×