Innlent

Opið hús á Bessastöðum í kvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir. Vísir/GVA

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenning í kvöld í tilefni Vetrarhátíðar og Safnanætur. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 18 og 22 í kvöld.

Auk hinna merku steinhúsa frá 18. öld geta gestir virt fyrir sér sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð.

Þá mun fyrsti forsetabíll lýðveldissögunnar, Packard bifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði Bessastaða en bifreiðin er ríflega sjötug, árgerð 1942. Þar verður einnig sýnd Cadillac bifreið embættisins.

Starfsmenn embættis forseta verða til leiðsagnar auk þess sem nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og nemar í fornleifafræði við Háskóla Íslands verða gestum til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×