Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2017 19:11 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll. Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll.
Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15