Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2017 19:11 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll. Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll.
Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15