Rósa Björk um áfengisfrumvarpið: „Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 13:08 Rósa Björk gagnrýndi áfengisfrumvarpið ásamt fleirum í stjórnarandstöðu Vísir/Stefán Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Víglínunni að víðtækur stuðningur væri innan Sjálfstæðisflokksins um áfengisfrumvarpið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, gagnrýndi þetta harðlega ásamt Birgittu Jónsdóttur. Mikil umræða var um umrætt frumvarp og vildu sumir þingmenn meina að frumvarpið væri ítrekað sett fram þegar nauðsynlegt væri að ræða önnur og mikilvægari mál.Vandræðaleg þráhyggja„Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna,“ segir Rósa og bendir jafnframt á að Sigurður Kári Kristjánsson hafi einnig lagt þetta frumvarp fram árið 2009 þegar efnahagskreppan var komin á fullt. Þá hafi hann viljað ræða vín í búðir. Síðan hafi þetta frumvarp alltaf verið tekið fram þegar „hneykslismálin skóku Sjálfstæðisflokkinn“ líkt og Rósa orðaði það. Rósa Björk bendir jafnframt á að áfengisfrumvarpið stríði gegn ráðlegginum landlæknis og forvörnumÖnnur málefni skipta máliBirgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði að hún teldi að málið ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu enda væri það umdeilt á meðal þjóðarinnar og málefnið sé þverpólitískt. „Þjóðin er mjög skipt,“ segir Birgitta og bendir á að að væri annað sem þyrfti að ræða í þinginu. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að alltaf þegar við byrjum að tala um þetta mál þá er mikil umræða og aðrir hlutir fá á sig ryk. Mér finnst merkilegt að fjalla frekar um frí forsætisráðherra og skýrslu hans,“ bendir Birgitta á og á þar við nýtútkomna skýrslu um skiptingu leiðréttingarinnar og hörð viðbrögð við henni. Birgitta beindi jafnframt þeirri spurningu til Teits hvort að áfengisfrumvarpið væri eitt af helstu stefnumálum flokksins og vitnar þar í beiðni forseta Alþingis að hver flokkur væri með þrjú skýr áherslumál. Teitur lagði hins vegar áherslu á að hægt væri að sjá stefnumál flokksins í stjórnarsáttmálanum. Víglínan Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Víglínunni að víðtækur stuðningur væri innan Sjálfstæðisflokksins um áfengisfrumvarpið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, gagnrýndi þetta harðlega ásamt Birgittu Jónsdóttur. Mikil umræða var um umrætt frumvarp og vildu sumir þingmenn meina að frumvarpið væri ítrekað sett fram þegar nauðsynlegt væri að ræða önnur og mikilvægari mál.Vandræðaleg þráhyggja„Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna,“ segir Rósa og bendir jafnframt á að Sigurður Kári Kristjánsson hafi einnig lagt þetta frumvarp fram árið 2009 þegar efnahagskreppan var komin á fullt. Þá hafi hann viljað ræða vín í búðir. Síðan hafi þetta frumvarp alltaf verið tekið fram þegar „hneykslismálin skóku Sjálfstæðisflokkinn“ líkt og Rósa orðaði það. Rósa Björk bendir jafnframt á að áfengisfrumvarpið stríði gegn ráðlegginum landlæknis og forvörnumÖnnur málefni skipta máliBirgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði að hún teldi að málið ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu enda væri það umdeilt á meðal þjóðarinnar og málefnið sé þverpólitískt. „Þjóðin er mjög skipt,“ segir Birgitta og bendir á að að væri annað sem þyrfti að ræða í þinginu. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að alltaf þegar við byrjum að tala um þetta mál þá er mikil umræða og aðrir hlutir fá á sig ryk. Mér finnst merkilegt að fjalla frekar um frí forsætisráðherra og skýrslu hans,“ bendir Birgitta á og á þar við nýtútkomna skýrslu um skiptingu leiðréttingarinnar og hörð viðbrögð við henni. Birgitta beindi jafnframt þeirri spurningu til Teits hvort að áfengisfrumvarpið væri eitt af helstu stefnumálum flokksins og vitnar þar í beiðni forseta Alþingis að hver flokkur væri með þrjú skýr áherslumál. Teitur lagði hins vegar áherslu á að hægt væri að sjá stefnumál flokksins í stjórnarsáttmálanum.
Víglínan Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira