Fótbolti

Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar hefur verið góður í vetur.
Viðar hefur verið góður í vetur. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld.

Viðar Örn gerði eina mark leiksins í sigurleik Maccabi Tel Aviv gegn Hapoel Beer Sheva.

Viðar Örn er þar með kominn með ellefu mörk í ísraelsku deildinni á þessu tímabili og það bara í nítján leikjum. 

Viðar hefur skorað átta mörk í síðustu sjö leikjum Maccabi Tel Aviv í öllum keppnum.

Lið hans er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig, fimm stigum á eftir Hapoel Beer Sheva sem liðið vann einmitt í kvöld.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.