Erlent

Trump heldur með Tom Brady

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots.
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna heldur með Tom Brady og liði hans New England Patriots, í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar sem fram fer í nótt. AFP greinir frá.

Trump, sem segist vera góðvinur Brady, þjálfara Patriots Bill Belichick og eiganda liðsins, RObert Kraft, var í viðtali við Bill O'Reilly á sjónvarpstöðinni Fox fyrir leikinn.

„Ég segi að Patriots taki þetta,“ sagði Trump eftir O'Reilly ýtti á eftir því að fá svar frá forsetanum. „Ég ætti ekki að vera að segja þetta en allt í lagi.“


Tengdar fréttir

Hefndarför Bradys lýkur í Houston

Einn stærsti íþróttaviðburður heims fer fram í Houston á morgun. Þá fer Super Bowl-leikurinn fram þar sem New England Patriots og Atlanta Falcons bítast um meistaratitilinn í NFL-deildinni. Búist er við hörkuleik tveggja frábærra liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×