Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2017 11:47 Maðurinn neitar sök. Vísir/getty Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum.Reyndi að ná hnífnum af manninum Í framhaldinu reyndi sá sem fyrir hnífnum varð að ná honum af honum með því að taka í hönd hans en það endaði með því að maðurinn var stunginn í síðuna. Flúði maðurinn inn á baðherbergi íbúðarinnar. Í ákærunni á hendur manninum kemur fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot. Farið er fram á tvær milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd fórnarlambsins.Neitar sök Ákærði í málinu hefur neitað sök en hann kannast ekki við að hafa stungið manninn. Hann neitar því þó ekki að hnífurinn gæti hafa stungist í fórnarlambið í átökunum. Hann hafi gripið til hnífsins til að verjast mönnunum og hræða þá. Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í um þrjá mánuði á grundvelli almannahagsmuna en brotið sem hann er ákærður fyrir getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Tengdar fréttir Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum.Reyndi að ná hnífnum af manninum Í framhaldinu reyndi sá sem fyrir hnífnum varð að ná honum af honum með því að taka í hönd hans en það endaði með því að maðurinn var stunginn í síðuna. Flúði maðurinn inn á baðherbergi íbúðarinnar. Í ákærunni á hendur manninum kemur fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot. Farið er fram á tvær milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd fórnarlambsins.Neitar sök Ákærði í málinu hefur neitað sök en hann kannast ekki við að hafa stungið manninn. Hann neitar því þó ekki að hnífurinn gæti hafa stungist í fórnarlambið í átökunum. Hann hafi gripið til hnífsins til að verjast mönnunum og hræða þá. Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í um þrjá mánuði á grundvelli almannahagsmuna en brotið sem hann er ákærður fyrir getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Tengdar fréttir Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39