Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2017 11:47 Maðurinn neitar sök. Vísir/getty Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum.Reyndi að ná hnífnum af manninum Í framhaldinu reyndi sá sem fyrir hnífnum varð að ná honum af honum með því að taka í hönd hans en það endaði með því að maðurinn var stunginn í síðuna. Flúði maðurinn inn á baðherbergi íbúðarinnar. Í ákærunni á hendur manninum kemur fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot. Farið er fram á tvær milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd fórnarlambsins.Neitar sök Ákærði í málinu hefur neitað sök en hann kannast ekki við að hafa stungið manninn. Hann neitar því þó ekki að hnífurinn gæti hafa stungist í fórnarlambið í átökunum. Hann hafi gripið til hnífsins til að verjast mönnunum og hræða þá. Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í um þrjá mánuði á grundvelli almannahagsmuna en brotið sem hann er ákærður fyrir getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Tengdar fréttir Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum.Reyndi að ná hnífnum af manninum Í framhaldinu reyndi sá sem fyrir hnífnum varð að ná honum af honum með því að taka í hönd hans en það endaði með því að maðurinn var stunginn í síðuna. Flúði maðurinn inn á baðherbergi íbúðarinnar. Í ákærunni á hendur manninum kemur fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot. Farið er fram á tvær milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd fórnarlambsins.Neitar sök Ákærði í málinu hefur neitað sök en hann kannast ekki við að hafa stungið manninn. Hann neitar því þó ekki að hnífurinn gæti hafa stungist í fórnarlambið í átökunum. Hann hafi gripið til hnífsins til að verjast mönnunum og hræða þá. Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í um þrjá mánuði á grundvelli almannahagsmuna en brotið sem hann er ákærður fyrir getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Tengdar fréttir Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39