Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2017 11:47 Maðurinn neitar sök. Vísir/getty Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum.Reyndi að ná hnífnum af manninum Í framhaldinu reyndi sá sem fyrir hnífnum varð að ná honum af honum með því að taka í hönd hans en það endaði með því að maðurinn var stunginn í síðuna. Flúði maðurinn inn á baðherbergi íbúðarinnar. Í ákærunni á hendur manninum kemur fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot. Farið er fram á tvær milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd fórnarlambsins.Neitar sök Ákærði í málinu hefur neitað sök en hann kannast ekki við að hafa stungið manninn. Hann neitar því þó ekki að hnífurinn gæti hafa stungist í fórnarlambið í átökunum. Hann hafi gripið til hnífsins til að verjast mönnunum og hræða þá. Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í um þrjá mánuði á grundvelli almannahagsmuna en brotið sem hann er ákærður fyrir getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Tengdar fréttir Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum.Reyndi að ná hnífnum af manninum Í framhaldinu reyndi sá sem fyrir hnífnum varð að ná honum af honum með því að taka í hönd hans en það endaði með því að maðurinn var stunginn í síðuna. Flúði maðurinn inn á baðherbergi íbúðarinnar. Í ákærunni á hendur manninum kemur fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot. Farið er fram á tvær milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd fórnarlambsins.Neitar sök Ákærði í málinu hefur neitað sök en hann kannast ekki við að hafa stungið manninn. Hann neitar því þó ekki að hnífurinn gæti hafa stungist í fórnarlambið í átökunum. Hann hafi gripið til hnífsins til að verjast mönnunum og hræða þá. Maðurinn hefur nú verið í gæsluvarðhaldi í um þrjá mánuði á grundvelli almannahagsmuna en brotið sem hann er ákærður fyrir getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Tengdar fréttir Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir manni vegna meintrar hnífsstunguárásar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur manni grunuðum um hnífsstunguárás. Í vottorði slysadeildar um áverka fórnarlambs hennar kom fram að þeir hafi verið lífshættulegir. 12. desember 2016 20:39
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent