Tónlist

Aron Can flutti ofursmellinn í beinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aron Can refflilegur í hljóðverinu.
Aron Can refflilegur í hljóðverinu. Skjáskot
Ungstirnið Aron Can kom, sá og sigraði árið 2016. Þrátt fyrir ungan aldur lagði hann tónlistarheiminn að fótum sér, spilaði á fleiri framhaldsskólaböllum en nokkur annar og sendi frá sér hvern ofursmellinn á fætur öðrum.Þeirra á meðal er lagið Enginn mórall sem skaut honum rakleitt upp á stjörnuhimininn í maí á síðasta ári. Það hefur nú verið spilað mörg hundruð þúsund sinnum, jafnt á útvarpsstöðvum sem á streymisveitum og er af mörgum talið vera lag síðasta árs.Þeir Kronik-bræður, Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson, eru í hópi þeirra sem heilluðust af laginu og útnefndu það besta lag ársins 2016.Sjá einnig: Árslisti útvarpsþáttarins KronikÞað var því við hæfi að Aron Can mætti í hljóðverið til þeirra Robba Kronik og Benna B-Ruff og flytti það í beinni útsendingu.Það má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2016

Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hiphop-tónlistar bæði hér heima og erlendis. Þeir Róbert Aron og Benedikt Freyr, stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.