Milljónir króna í kostnað á busaböllunum í menntó Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. september 2016 12:00 Busaböll eru fyrsta reynsla ansi margra af skemmtanalífinu og þar verða oft til góðar minningar - hjá sumum að minnsta kosti. Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Nú er sá tími ársins sem framhaldsskólarnir eru rétt byrjaðir og busaböllin fara að detta í gang. Böllin eru nokkuð mismunandi eftir skólum en flestir skólanna hafa að minnsta kosti einn þekktan popptónlistarmann á dagskrá ásamt því að plötusnúður kemur fram. Stærð dansleikjanna fer augljóslega eftir því hversu stór skólinn er og þar eru stærstu skólar höfuðborgarsvæðisins fremstir í flokki. Menntaskólinn við Hamrahlíð lagði til að mynda ansi mikið í sitt ball, sem var haldið í Vodafonehöllinni í gær – þar kom fram tónlistarmaðurinn G4SHI sem kom hingað til lands frá New York, auk Sturlu Atlas. Nemendafélagið bjó einnig til lag og myndband þar sem rapparinn Kött Grá Pjé var fenginn með. Fréttablaðið ræddi við nokkra formenn nemendafélaganna sem skipuleggja þessi böll til að skoða hver kostnaðurinn er við að halda busaball, hver aðalkostnaðarliðurinn væri og hvað væri gert við gróðann. Svörin voru nokkuð mismunandi, en stærstu útgjaldaliðirnir eru laun til tónlistarfólks eða leiga á sal undir herlegheitin, auk tækjabúnaðar sem yfirleitt fylgir ekki salnum. Kostnaður er frá einni milljón upp í fimm milljónir. Almennt þurfa nemendur skólanna að borga 2.500 til 3.500 krónur inn á böllin en gestir þurfa að borga örlítið meira fyrir miðann. Ágóðinn er ekki mikill og oftast koma böllin út á núlli, en tekjurnar geta þó náð upp í allt að 500 þúsund krónum. Ágóðinn er notaður til að halda fleiri böll og viðburði á vegum nemendafélaganna.Busaböll geta virkað sem ágætis mælikvarði á hverslags tónlist er vinsæl hjá unga fólkinu í dag. Vinsælustu tónlistarmennirnir á busaböllum þessa árs eru Sturla Atlas og Emmsjé Gauti en ókrýndur konungur busaballanna er hjartaknúsarinn og stórstjarnan Aron Can, enda er hann gífurlega vinsæll og auk þess á framhaldsskólaaldri sjálfur. „Ég er að spila á alltof mörgum busaböllum. Ég er að spila á fimm eða sex böllum – ég tek „Back to back“ þar sem ég er að spila í Tækniskólanum og fer síðan til Keflavíkur sama kvöld að spila þar. En jú, þetta er gaman, það er geðveikt að sjá muninn á skólunum, hvernig fólkið er og hvernig fólk er að taka í þetta. Þetta er auðvitað fólk sem þekkir mann og veit hver maður er. Síðan er þetta fólk sem er að byrja að djamma þannig að allir eru illa góðir á því,“ segir Aron Can, en það var hálfgert kraftaverk að ná honum í síma svona rétt á milli dansleikja.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira