Húsnæði rýmt vegna krana og ferðamenn börðust við vindinn Birgir Olgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 12:28 Ferðamenn áttu erfitt með sig í hvassviðrinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/GVA Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Suðaustan rok eða ofsaveður hefur gengið yfir landið vestanvert í morgun. Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skilin á lægðina koma nú inn á landið yst á Reykjanesinu. Um klukkan eitt ættu skilin að fara yfir höfuðborgarsvæðinu og mun lægja nokkuð hratt í kjölfarið.Ferðamenn velta fyrir sér gangbrautinni við Höfðatorg þar sem geta myndast ansi hressilegar vindhviður.Vísir/GVAÓttast er um einn af þessum krönum í Bæjarlind í Kópavogi.Vísir/EyþórStarfsfólki tannlæknastofunnar Tannlind í Kópavogi var gert að rýma húsnæði sitt á efstu hæð í Bæjarlind vegna byggingarkrana sem óttast var að færi á hliðina vegna hvassviðris. Lokað var fyrir umferð um Bæjarlind en fleiri starfstöðvar voru rýmdar. Í tilkynningu frá lögreglunni rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að búið sé að opna aftur fyrir umferð um götuna. Búið er að tryggja kranann.Hér má sjá eldingu yfir Vestmannaeyjum í hádeginu í dag.Vísir/Ólafur JóhannessonÞessum skilum fylgdu þrumur og eldingar og mældust einhverjir tugir eldinga suður af landinu um hádegið og örfáar yfir suðvesturhorninu, að sögn Veðurstofu Íslands sem segir þetta í takt við veðrið. Ragnar Waage Pálmason náði þessu myndbandi að neðan af þrumum og eldingum í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óttar Karlsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa þurft að sinna fjölda útkalla það sem af er degi. Allar stöðvar sinni einhverri vinnu sem snýr að þakplötum og gámum að fjúka og fleiru í þeim dúr. Auk slökkviliðsmanna var fjöldi björgunarsveitarmanna að störfum vegna veðurs. Á Keflavíkurflugvelli voru fjórar vélar sem ekki náðu að tengjast flugstöð vegna veðurs. Nú er veður hins vegar að mestu gengið niður á svæðinu. Af þessum fjórum vélum biðu farþegar einnar vélar í rúma tvo tíma eftir að tengjast flugstöð. Þá var farþegaþota frá SAS á leið til Keflavíkurflugvallar sem þurfti að hringsóla yfir Reykjanesi vegna veður en vélin lenti um klukkan eitt í dag. Melkorka Ólafsdóttir náði myndbandi af ferðamönnum í basli við Hörpu í morgun þar sem var afar hvasst í morgun. #welcometoharpa A video posted by Melkorka Olafsdottir (@korkur) on Feb 8, 2017 at 3:49am PST Hér fyrir neðan má sjá fleiri sem áttu í vandræðum með rokið
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira