Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2017 18:06 Héraðsdómur taldi mörgum spurningum ósvarað um atburðarásina. Vísir/Pjetur Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá. Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá.
Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira