Sýknaður eftir sex mánuði á bak við lás og slá Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2017 18:06 Héraðsdómur taldi mörgum spurningum ósvarað um atburðarásina. Vísir/Pjetur Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfi í Breiðholti þann 5. nóvember síðastliðinn. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu. Hann hafði frá upphafi neitað sök.Töldu hinn ákærða vera að fela fyrir sér bjór Í greinargerð lögreglu þar sem farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir að árásin hafi verið gerð í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Voru mennirnir tveir ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum en í greinargerðinni kemur fram að ákærði hafi orðið ósáttur við ávirðingarnar, farið inn í eldhús og sótt sér hníf. Þá hafi sá sem varð fyrir hnífnum reynt að ná vopninu af honum með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn í síðuna. Í ákærunni á hendur manninum kom fram að maðurinn hafi hlotið stungusár á vinstri síðu, skurð sem gekk inn í brjósthol, litlar afrifur úr rifi og féll vinstra lunga hans saman að hluta, sem og stungusár á vinstri kinn, skurð sem gekk inn í munnhol og tannarbrot.Lykilvitni fengust ekki til að koma fyrir dóm Í dómi Héraðsdóms kemur fram að mjög mikil óvissa sé um margt í málinu og vitnisburður á reiki um flest sem mestu varðar. Árásarvopn hafi ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit og engar skýringar hafi komið fram á áverkum ákærða, meðal annars stunguáverkum. Þrjú lykilvitni voru í málinu, það er þeir menn sem urðu vitni að sjálfri atburðarásinni en ekki tókst að hafa upp á einum þeirra og þá neituðu hinir tveir mennirnir að koma fyrir dóm í málinu. Því hafi ekkert vitnanna sem komu fyrir dóminn séð það sem gerðist er maðurinn hafi orðið fyrir áverkum af völdum hins ákærða. Við skýrslutöku kvað hann ákærða í fyrstu hafa sveiflað hnífnum en bar síðan við að ákærði hefði ekki gert það heldur hefði hann haldið hnífnum á lofti.Mörgum spurningum ósvarað Í dóminum kemur fram að mörgum spurningum sé ósvarað um atburðarásina þar sem allir á staðnum hafi verið ölvaðir við komu lögreglu og vegna fjarveru vitna sem til stóð að leiða en tókst ekki, er málið að mati dómsins ekki nægilega upplýst. Er það mat dómsins að sakfelling án þess að lykilvitni komi fyrir dóminn færi gegn ákvæðum í mannréttindasáttmála Evrópu og er því miskabótakröfum á hendur hins ákærða vísað frá.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira