Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2017 15:13 Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, er kominn inn í landsliðshópinn á ný. Vísir/Þórdís Inga Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. Heimir hefur ekki aðgengi að leikmönnum sem eru að spila í Englandi eða á meginlandi Evrópu og er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndum eða í Pepsi-deildinni. Heimir valdi alls sjö nýliða í hópinn, það er leikmenn sem hafa ekki spilað landsleik og þá hafa þrír aðrir aðeins spilað einn landsleik. Hallgrímur Jónasson (15 landsleikir) er sá eini í hópnum sem hefur spilað fleiri en tíu landsleiki. Það vekur athygli að Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, er í hópnum en hann hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í átta ár. Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er yngstur í hópnum en hann er tvítugur sonur Haraldar Ingólfssonar sem spilaði 20 A-landsleiki á sínum tíma. Íslandsmeistarar FH og norska félagið Aalesund FK eiga bæði þrjá leikmenn í íslenska hópnum. Aalesund-mennirnir Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Aron Elís Þrándarson voru allir valdir.Íslenski landsliðshópurinn á móti Mexíkó:Markverðir Ingvar Jonsson, Sandefjord Frederik Schram, Roskilde (Nýliði)Varnarmenn Hallgrímur Jónasson, Lyngby Kristinn Jónsson, Sarpsborg 08 Böðvar Böðvarsson, FH Orri Sigurður Ómarsson, Val (1 landsleikur) Viðar Ari Jónsson, Fjölni (1 landsleikur) Daníel Leó Grétarsson, Aalesund FK (Nýliði) Adam Örn Arnarson, Aalesund FK (Nýliði)Miðjumenn Davíð Þór Viðarsson, FH Aron Sigurðarson, Tromsö Kristinn Steindórsson, GIF Sundsvall Oliver Sigurjónsson, Breiðablik (1 landsleikur) Kristinn Freyr Sigurðsson, GIF Sundsvall (Nýliði) Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA (Nýliði)Sóknarmenn Aron Elís Þrándarson, Aalesund FK Kristján Flóki Finnbogason, FH (Nýliði) Arni Vilhjálmsson, Jönkopings Södra IF (Nýliði) Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku. Heimir hefur ekki aðgengi að leikmönnum sem eru að spila í Englandi eða á meginlandi Evrópu og er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndum eða í Pepsi-deildinni. Heimir valdi alls sjö nýliða í hópinn, það er leikmenn sem hafa ekki spilað landsleik og þá hafa þrír aðrir aðeins spilað einn landsleik. Hallgrímur Jónasson (15 landsleikir) er sá eini í hópnum sem hefur spilað fleiri en tíu landsleiki. Það vekur athygli að Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, er í hópnum en hann hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í átta ár. Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er yngstur í hópnum en hann er tvítugur sonur Haraldar Ingólfssonar sem spilaði 20 A-landsleiki á sínum tíma. Íslandsmeistarar FH og norska félagið Aalesund FK eiga bæði þrjá leikmenn í íslenska hópnum. Aalesund-mennirnir Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Aron Elís Þrándarson voru allir valdir.Íslenski landsliðshópurinn á móti Mexíkó:Markverðir Ingvar Jonsson, Sandefjord Frederik Schram, Roskilde (Nýliði)Varnarmenn Hallgrímur Jónasson, Lyngby Kristinn Jónsson, Sarpsborg 08 Böðvar Böðvarsson, FH Orri Sigurður Ómarsson, Val (1 landsleikur) Viðar Ari Jónsson, Fjölni (1 landsleikur) Daníel Leó Grétarsson, Aalesund FK (Nýliði) Adam Örn Arnarson, Aalesund FK (Nýliði)Miðjumenn Davíð Þór Viðarsson, FH Aron Sigurðarson, Tromsö Kristinn Steindórsson, GIF Sundsvall Oliver Sigurjónsson, Breiðablik (1 landsleikur) Kristinn Freyr Sigurðsson, GIF Sundsvall (Nýliði) Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA (Nýliði)Sóknarmenn Aron Elís Þrándarson, Aalesund FK Kristján Flóki Finnbogason, FH (Nýliði) Arni Vilhjálmsson, Jönkopings Södra IF (Nýliði)
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira