Fótbolti

Sjö nýliðar og Davíð Þór í hópnum | Þessir spila fyrir Íslands hönd í Las Vegas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, er kominn inn í landsliðshópinn á ný.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, er kominn inn í landsliðshópinn á ný. Vísir/Þórdís Inga
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur valið þá átján leikmenn sem skipa hópinn sem mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas á miðvikudaginn í næstu viku.

Heimir hefur ekki aðgengi að leikmönnum sem eru að spila í Englandi eða á meginlandi Evrópu og er hópurinn skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndum eða í Pepsi-deildinni.

Heimir valdi alls sjö nýliða í hópinn, það er leikmenn sem hafa ekki spilað landsleik og þá hafa þrír aðrir aðeins spilað einn landsleik. Hallgrímur Jónasson (15 landsleikir) er sá eini í hópnum sem hefur spilað fleiri en tíu landsleiki.

Það vekur athygli að Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara FH, er í hópnum en hann hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í átta ár.

Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er yngstur í hópnum en hann er tvítugur sonur Haraldar Ingólfssonar sem spilaði 20 A-landsleiki á sínum tíma.

Íslandsmeistarar FH og norska félagið Aalesund FK eiga bæði þrjá leikmenn í íslenska hópnum. Aalesund-mennirnir Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Aron Elís Þrándarson voru allir valdir.



Íslenski landsliðshópurinn á móti Mexíkó:

Markverðir

Ingvar Jonsson, Sandefjord

Frederik Schram, Roskilde (Nýliði)

Varnarmenn

Hallgrímur Jónasson, Lyngby

Kristinn Jónsson, Sarpsborg 08

Böðvar Böðvarsson, FH

Orri Sigurður Ómarsson, Val (1 landsleikur)

Viðar Ari Jónsson, Fjölni (1 landsleikur)

Daníel Leó Grétarsson, Aalesund FK (Nýliði)

Adam Örn Arnarson, Aalesund FK (Nýliði)

Miðjumenn

Davíð Þór Viðarsson, FH

Aron Sigurðarson, Tromsö

Kristinn Steindórsson, GIF Sundsvall

Oliver Sigurjónsson, Breiðablik (1 landsleikur)

Kristinn Freyr Sigurðsson, GIF Sundsvall (Nýliði)

Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA (Nýliði)

Sóknarmenn

Aron Elís Þrándarson, Aalesund FK

Kristján Flóki Finnbogason, FH  (Nýliði)

Arni Vilhjálmsson, Jönkopings Södra IF (Nýliði)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×